Erlent

Yfir 11.000 manns flýja skógarelda í Colorado

Yfir 11.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín undan miklum skógareldum í Colorado og dvelur fólkið nú í neyðarskýlum.

Alls geisa um 20 stjórnlausir skógareldar víða í vesturhluta Bandaríkjanna en þeir breiðast hratt út vegna vinds og þurrka sem herjað hafa á svæðið.

Skógareldarnir í Colorado ógna nú ferðamannasvæðinu í kringum Pikes Peak en það er einn vinsælasti ferðamannastaður í Bandaríkjunum. Þegar hafa yfir 1.000 hektarar í nálægu skóglendi eyðilagast.

Flestir þeirra sem flúið hafa heimili sín búa í Colorado Springs og nærliggjandi bæjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×