Erlent

Mohammed Mursi verður næsti forseti Egyptalands

Mohammed Mursi
Mohammed Mursi mynd/AP
Mohammed Mursi, forsetaframbjóðandi Bræðralags múslima, verður næsti forseti Egyptalands. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti þetta í dag.

Kosningarnar fóru fram um síðustu helgi en kjörstjórnin hefur ítrekað frestað því að kunngera úrslit þeirra.

Formaðurinn sagði að eftirköst kosninganna hefðu einkennst af taugatitringi og slæmu andrúmslofti. Mursi og mótframbjóðandi hans, Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, höfðu báðir lýst yfir sigri í kosningunum.

Gríðarleg spenna hefur ríkt í Kaíró og víðar um Egyptaland í dag. Tugþúsundir eru nú samankomnir á Frelsistorginu í Kaíró en flestir þeirra eru fylgismenn Bræðralags múslima.

Þá er viðbúnaður mikill í Kaíró en borgaryfirvöld óttast að óeirðir muni brjótast nú þegar úrslit kosninganna hafa verið kynntar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×