Erlent

Háttsettir herforingjar og hermenn flýja frá Sýrlandi

Töluverður fjöldi háttsettra herforingja sem og hermenn hafa flúið úr sýrlenska hernum og yfir til Tyrklands um helgina.

Í tyrkneskum fjölmiðlum kemur fram að um sé að ræða einn hershöfðingja, tvo ofursta, tvo majora og liðsforingja auk 33 hermanna. Með í förinni voru fjölskyldumeðlimir þessara manna.

Ekki er greint nánar frá þessum flótta en á einni sjónvarpsstöðinni segir að í heild hafi þessi hópur talið 224 einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×