Erlent

Fékk 11 ára fangelsisdóm fyrir að hóta höfundum South Park

Söguhetjur South Park.
Söguhetjur South Park.
Dómstólar í Bandaríkjunum hafa dæmt karlmann á fertugsaldri í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum við höfunda sjónvarpsþáttanna South Park.

Málið hófst fyrir nokkrum árum en þeir Matt Stone og Trey Parker, höfundar South Park, ákváðu að myndbirta Múhameð spámann í sjónvarpsþættinum. Þar birtist Múhameð í gervi skógarbjarnar.

Jesse Curtist Morton birti hótanir í garð Stone og Parker á heimasíðu sinni, Revolution Muslim, en það gerði hann ásamt félaga sínum, Zachary Chesser, en hann hafði áður hlotið 25 ára dóm fyrir athæfið.

Curtis og Chesser tóku báðir upp múhameðstrú fyrir nokkrum árum og voru þeir báðir viðriðnir hryðjuverkasamtök í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×