Erlent

Þrekvirki kínverskra geimfara

mynd/AP
Blað var brotið í sögu kínverskra geimferða þegar Shenzhou-9 geimflaugin lagði að Tiangong-1 rannsóknarstöðinni. Geimfararnir notuðust ekki við sjálfvirkan búnað líkt og venja er, þess í stað var handstýring ferjunnar notuð.

Skipin tvö eru á mörg þúsund kílómetra hraða um jörðina og því þurfti gríðarlega nákvæmni til að tengjast einingunni.

Þrír geimfarar voru um borð en fjölmiðlar í Kína sýndu beint frá því þegar ferjan tengdist rannsóknarstöðinni.

Yfirvöld í Kína vonast til að fullklára geimstöðina árið 2020 en rannsóknarstöðin er fyrsti liður í þeirri áætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×