Erlent

Hitabeltisstormurinn Debby herjar á íbúa Flórída

Hitabeltisstormurinn Debby herjar nú á íbúa Flórída og hefur þegar kostað eitt mannslíf.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna stormsins og nær hún frá Flórída og allt vestur að Texas. Fram kemur í viðvöruninni að stormur eins og Debby geti breytt um stefnu með engum fyrirvara.

Vindhraðinn í storminum mælist nú yfir 100 kílómetrar á klukkustund og úrkoman gæti náð allt að 400 millimetrum á sólarhring. Talið er að Debby muni ná fellibylsstyrk þegar stormurinn kemur að ströndum Luisiana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×