Erlent

78% Þjóðverja vilja Grikkland af evrusvæðinu

Fjármálaráðherra Þýskalands, sagði Grikki eiga að hætta að biðja um aðstoð og fara frekar að framkvæma gefin loforð.Nordicphotos/afp
Fjármálaráðherra Þýskalands, sagði Grikki eiga að hætta að biðja um aðstoð og fara frekar að framkvæma gefin loforð.Nordicphotos/afp
Wolfang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, tjáði sig um stöðu Grikklands innan Evrópusambandsins í samtali við dagblaðið Bild am Sonntag í gær. Í viðtalinu ráðlagði Schäuble Grikkjum og sagði að þeir þyrftu að hætta að biðja um meiri aðstoð og snúa sér frekar að því að framkvæma gefin loforð.

Í könnunum sem birtar voru í blaðinu samhliða viðtalinu mátti sjá að Grikkir hefðu tapað trausti annarra Evrópuþjóða. Könnunin, sem 4.000 Evrópubúar tóku þátt í, sýnir að 78% Þjóðverja og 65% Frakka vilja að Grikkir yfirgefi Evrópusvæðið og eru 51% Spánverja og 49% Ítala sömu skoðunar.- áp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×