Erlent

Tóku á sig afskriftir fyrir Grikki

Grikkland náði í gær mikilvægum áfanga í baráttunni við skuldavanda þegar lánadrottnar ríkissjóðs í einkageirunum samþykktu niðurfærslu og breytingu skulda.

Erlent

Heimildarmynd um Obama væntanleg

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun opinbera nýja heimildarmynd 15. mars næstkomandi. Myndin er liður í kosningabaráttu forsetans en hann sækist nú eftir endurkjöri.

Erlent

Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda

Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu.

Erlent

Ekkjur Osama Bin Laden ákærðar

Ekkjur Osama Bin Ladens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið til Pakistan með ólögmætum hætti. Konurnar voru handsamaðir af bandarískum hermönnum í bænum Abbottabad þegar Bin Laden var felldur á síðasta ári.

Erlent

Nubo boðið til Danmerkur

Viðskiptaráðherra Danmerkur, Pia Olsen Dyhr, hefur boðið kínverska fjárfestinum Huang Nubo til Danmerkur til þess að hann geti kynnt sér danska menningu. Viðskiptaráðherranum finnst jafnframt tilvalið að Kínverjinn heimsæki Grænland.

Erlent

Obama segir ástandið of flókið

Bandarískir ráðamenn sjá ekki ástæðu til að hefja árásir á Sýrland, þrátt fyrir að aðgerðir sýrlenska hersins gegn mótmælendum og uppreisnarmönnum hafi kostað meira en átta þúsund manns lífið.

Erlent

Ákærður fyrir tvö hryðjuverk

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati.

Erlent

Kominn hálfa leið að markinu

Mitt Romney bætti við sig að minnsta kosti 212 kjörmönnum á „stóra þriðjudeginum“, þegar forkosningar voru haldnar í tíu ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent

Sex breskir hermenn féllu í Afganistan

Sex breskir hermenn féllu í suðurhluta Afganistans þegar farartæki ók á sprengju og sprakk í loft upp. Þetta er mesta mannfall sem Bretar hafa orðið fyrir í einu atviki frá því að Nimrod flugvél fórst þar árið 2006 með fjórtán manns innanborðs.

Erlent

Facebook lá niðri í fjölda landa í morgun

Samskipavefurinn Facebook lá niðri á Norðurlöndunum, fyrir utan Ísland, um tíma í morgun sem og í nokkrum fjölda annarra landa í Evrópu og víðar um heiminn. Hann er kominn í gagnið að nýju.

Erlent

Hafa fallist á nýjar viðræður við Írana

Sex áhrifamikil ríki, sem árum saman hafa átt í viðræðum við Írani um kjarnorkuáform þeirra og alþjóðlegt kjarnorkueftirlit, féllust í gær á frekari viðræður í von um lausn á deilunni, sem magnast hefur jafnt og þétt undanfarnar vikur og mánuði.

Erlent