Erlent

Albert Einstein mættur á internetið

Fræðimenn við háskólann í Jerúsalem hafa lokið skráningu rúmlega 80.000 skjala frá vísindamanninum Albert Einstein. Gögnin verða öllum aðgengileg á heimasíðu háskólans.

Erlent

Obama breiddi yfir Cameron

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í dag að kollegi hans í Bandaríkjunum, Barack Obama, hefði breitt yfir hann þegar þeir flugu með flugvél Bandaríkjaforseta.

Erlent

Öflugur skjálfti í Mexíkó

Jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir nærri Mexíkó borg á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt Boston Herald flýðu starfsmenn háhýsa í ofboði út á götur þar sem háhýsin sveifluðust í sterkum skjálftanum sem var langur, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Erlent

Árásir gerðar víðsvegar um Írak

Að minnsta kosti 38 manns liggja í valnum eftir sprengjuárásir víðsvegar um Írak í morgun. Tvær bílsprengjur sprungu í borginni Kerbala, ein í Kirkuk, ein í Bagdad og fleiri árásir voru gerðar í smærri bæjum í landinu.

Erlent

Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum.

Erlent

NASA birtir atlas næturhiminsins

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt samsetta mynd sem WISE gervihnötturinn tók á tíu mánaða tímabili. Myndin sýnir næturhimininn í allri sinni dýrð.

Erlent

Fyrirsæta sökuð um að hafa stjórnað glæpahring

Simone Farrow, fyrrverandi baðfatamódel, var handsömuð í Ástralíu í gær. Hún flúði úr landi eftir að hún handtekin í Hollywood árið 2009. Saksóknari segir að hún sé heilinn á bak við alþjóðlegan glæpahring.

Erlent

Gandálfur kemur Hobbitanum til bjargar

Kvikmyndafyrirtæki í Hollywood og lítil krá í Bretlandi eiga í harðvítugri deilu um notkun á persónum úr hugmyndaheimi J.R.R. Tolkiens, höfundi Hringadróttinssögu og The Hobbit.

Erlent

Sama byssan notuð í árásum á hermenn

Talið er að byssan sem notuð var í skotárás í skóla fyrir gyðinga í frönsku borginni Toulouse í morgun hafi verið notuð í tveimur eldri árásum. Sama er að segja um vélhjólið sem árásarmaðurinn notaði en hjólinu og byssunni var stolið fyrir nokkru. Fjórir létust í árásinni í morgun og sautján ára piltur særðist alvarlega.

Erlent

Fordæma aftökur í Hvíta Rússlandi

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Hvíta Rússlandi þess efnis að taka af lífi tvo menn sem sakfelldir voru fyrir mannskæðar sprengjuárásir í neðanjarðarlestarstöð í höfuðborginni Minsk í fyrra.

Erlent

Barist á götum Damaskus

Harður bardagi geisar nú í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Vitni segja að vélbyssugelt heyrist og sprengjur springi með reglulegu millibili í hverfi þar sem öryggissveitir Al-Assads forseta eru með höfuðstöðvar sínar. Ekkert hefur verið staðfest með mannfall en talsmaður mannréttindasamtaka sem starfa í landinu fullyrðir að átján stjórnarhermenn hafi særst.

Erlent