Erlent

Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo

Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu.

Erlent

Skelfing í Úganda eftir ebólu-smit

Ebólu-faraldur geisar nú í Úganda. Forseti landsins, Yoweri Museveni, ávarpaði þjóð sína í dag. Hann biðlaði til fólksins um að gæta ýtrustu varúðar í kringum annað fólk og forðast handabönd, faðmlög og kossa.

Erlent

The Hobbit verður þríleikur

Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni.

Erlent

Holmes birt ákæra

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum.

Erlent

Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er

Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug.

Erlent

Hildarleikur á Balkanskaga

Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum.

Erlent

Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo

Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni.

Erlent

Ólympíufarar taka samskiptamiðla í þjónustu sína

Ólympíuleikarnir í London í ár eru í raun fyrstu Ólympíuleikarnir eftir að notkun á samskiptamiðlum eins og Facebook og Twitter varð almenn. Ólympíufarar hinna ýmsu landa hafa tekið miðlana í þjónustu sína og skemmt aðdáendum sínum á margvíslegan hátt, leyft þeim að líta við í búningsherbergjunum og fylgjast með stemningunni í herbúðum liðanna.

Erlent

Fjórir létust af einni eldingu

Fjórir fjallgöngumenn í Póllandi létust þegar eldingu sló niður í gönguhópinn. Miðaldra hjón voru á ferð ásamt dóttur sinni og tengdasyni þegar stormur gekk yfir fjallsvæðið. Að sögn björgunarsveita hafi gönguhópurinn þá ákveðið að fara út af merktri göngleið í leit að skjóli þegar eldingu ljósti niður í gönguhópinn. Að sögn pólsku lögreglunnar er það afar fáheyrt að ein elding dragi fjóra til dauða í einu.

Erlent

Romney myndi styðja hervald gegn Íran

Mitt Romney myndi styðja aðgerðir Ísraela ef þeir þyrftu að beita vopnavaldi til að koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn, að því er fram kemur á Reuters fréttaveitunni. Þetta er haft eftir Dan Senor, öryggisráðgjafa frambjóðandans, en hann segir að Romney myndi virða ákvörðun Ísraels ef þeir þyrftu að beita hervaldi gegn Íran í þessum tilgangi. Þessi stefna Romney er sögð á skjön við stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað reynt að fá Ísraela til að falla frá því að taka til skoðunar fyrirbyggjandi hernaðarðgerðum gegn Íran.

Erlent

Ebóluveiran lætur kræla á sér í Úganda

Að minnsta kosti 13 eru látnir í Úganda eftir að hafa smitast af ebóluveirunni. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu þetta í dag. Smitin er öll tengd sömu fjölskyldunni en talið er að þau hafi veikst í jarðarför.

Erlent

Romney heimsótti Ísrael

Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, heimsótti Ísrael í gær. Romney hefur verið á faraldsfæti síðustu daga en hann var viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna á föstudag. Þá mun hann einnig ferðast til Póllands seinna í vikunni.

Erlent

Lík fjallgöngumanna fundin

Lík tveggja bandarískra fjallgöngumanna fundust í gær á Mount Palcaraju í Andesfjöllum í Perú, en mennirnir létust eftir fall á göngunni. Leit hafði staðið yfir að mönnunum frá því þeir týndust og létu ekki vita af sér eftir að þeir hófu göngu hinn 11. júlí síðastliðinn.

Erlent

Uppreisnarmenn biðja um aðstoð

Stórsókn stjórnarhermanna gegn uppreisnarmönnum í borginni Aleppo í Sýrlandi stendur enn yfir. Þungavopnum og orrustuþyrlum hefur verið beitt af hálfu sýrlenska hersins en nú hafa borist fregnir af því að vopnabirgðir uppreisnarmanna séu af skornum skammti.

Erlent

Olíuóöld en ekki arabískt vor

Sýrland er nú í brennidepli vegna uppreisnarástands sem þar ríkir og hefur kostað rúmlega tuttugu þúsund manns lífið. Sýrlendingurinn Bashar Mustafa sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaðamanni, þegar þeir hittust á Spáni fyrir skömmu, að átökin hefðu ekkert með arabíska vorið að gera heldur sé þetta eitt olíustríðið enn. Hann segir lausnina ekki felast í því að koma forsetanum frá heldur að fá Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir til að hætta að styrkja hryðjuverkamenn sem herja á Sýrlendinga.

Erlent