Erlent Lék Júdas og hengdi sig fyrir slysni Brasilískur leikari sem fór með hlutverk Júdasar þegar píslarsaga Krists var sett á svið um páskana lést þegar hann túlkaði sjálfsvíg hans. Erlent 23.4.2012 22:30 Fótbolta sem rak 5.600 kílómetra komið í réttar hendur Japanskur piltur hefur gert tilkall til fótbolta sem fannst við strendur eyjunnar Middleton í Alaskaflóa um helgina. Boltann rak til eyjunnar í kjölfar flóðbylgjunnar sem gekk yfir Japan í fyrra. Erlent 23.4.2012 22:00 Hefur setið inni í 15 ár fyrir tilstilli föður síns Maður í Sádí-Arabíu, sem fangelsaður var árið 1997 fyrir að slá stjúpmóður sína, hefur þurft að afplána margfalt lengri dóm - einfaldlega vegna þess að faðir hans krafðist þess. Erlent 23.4.2012 21:30 Mikið mannfall í Homs í dag Að minnsta kosti 20 manns létust í Sýrlandi í dag þegar stjórnarhermenn létu sprengjum rigna yfir borgina Homs. Samkvæmt andspyrnumönnum var mannfall mikið og eru margir sagðir særðir. Erlent 23.4.2012 15:59 Kapphlaupið um miðjuna er hafið Hver er staða Mitts Romneys í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum? Þegar Rick Santorum tilkynnti að hann hygðist draga sig út úr baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust varð endanlega ljóst það sem lengi hafði stefnt í. Mitt Romney átti útnefninguna vísa. Erlent 23.4.2012 13:00 Japanska bolta rak til Alaska Blakbolti og fótbolti sem nýlega fundust við strendur eyjunnar Middleton Island í Alaskaflóa, eru brak úr flóðbylgjunni sem gekk yfir Japan í fyrra. Erlent 23.4.2012 11:00 Breivik bað ópólitísk fórnarlömb afsökunar Anders Behring Breivik bað í morgun aðstandendur þeirra sem hann drap í stjórnarráðshverfinu í Osló afsökunar á gerðum sínum. Aðstandendur ungmennanna sem hann drap í Útey fengu enga afsökunarbeiðni. Réttarhöldin vegna fjöldamorðanna 22. júlí síðastliðinn yfir Breivik héldu áfram í dag. Erlent 23.4.2012 10:04 Fundu risavaxin risaeðluegg í grjótnámu Verkamenn í grjótnámu í Kákasusfjöllunum hafa fundið það sem talin eru stærstu risaeðluegg í sögunni. Sum þessara eggja eru allt að meter að ummáli. Erlent 23.4.2012 10:01 Le Pen í sviðsljósinu fyrir seinni umferð forsetakosninganna Þótt Francois Hollande sé spáð sigri í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi er það sýnd veiði en ekki gefin. Mikið veltur þar á Marine Le Pen frambjóðenda Þjóðfylkingarinnar. Erlent 23.4.2012 06:58 Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni Stjórnarher Kólombíu fann umfangsmikla kókaínverksmiðju í héraðinu Narino og lagði hald á rúmlega tvö tonn af kókaíni. Erlent 23.4.2012 06:54 Alhvítur fullvaxinn háhyrningur sést í fyrsta sinn Alhvítur fullvaxinn háhyrningur hefur sést undan ströndum Kamchatka í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn í sögunni svo vitað sé að slíkur háhyrningur finnst í náttúrunni. Erlent 23.4.2012 06:52 Berjast fyrir sölu á munntóbaki í Noregi og Svíþjóð Norskir og sænskir stjórnmálamenn ætla að berjast fyrir því að munntóbak, eða snús eins og það er kallað, verði áfram til sölu í þessum löndum. Erlent 23.4.2012 06:41 Vítisenglar smygluðu tonni af hassi Fjórir menn, þar af þrír núverandi og fyrrverandi meðlimir í mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, hafa í Kaupmannahöfn verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt smygl á tæpu tonni af hassi til Danmerkur. Erlent 23.4.2012 05:00 Fara verður varlega í að bora eftir vatni Grunnvatnsbirgðir djúpt undir yfirborðinu á meginlandi Afríku eru um 100 sinnum meiri en allt vatn á yfirborðinu í álfunni, samkvæmt rannsókn jarðvísindamanna. Þeir vara við að farið verði of geyst í að bora eftir vatninu. Erlent 23.4.2012 03:00 Njósnaflugvél endursmíðuð Íranir eru að smíða endurgerð af ómannaðri bandarískri njósnavél sem herinn þar í landi gerði upptæka á síðasta ári. Írönum tókst að finna í vélinni upplýsingar um fyrri ferðir hennar og að sögn hershöfðingjans Amir Ali Hajizadeh hafði hún ferðast um norðvesturhluta Pakistan þar sem bandarískir hermenn fundu Osama Bin Laden og drápu hann. Erlent 23.4.2012 03:00 Ekki má reykja á vinnutíma Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur gagnrýnt ný reykingalög. Þeir telja að með lögunum séu reykingar gerðar meira spennandi fyrir ungt fólk, samkvæmt frétt Berlingske Tidende. Erlent 23.4.2012 02:00 Tugir þúsunda mótmæla í Prag Tugir þúsunda manns gengu um götur Prag, höfuðborgar Tékklands, á laugardag til að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. Þetta voru ein fjölmennustu mótmælin gegn stjórnvöldum í Tékklandi síðan kommúnisminn féll fyrir næstum 23 árum. Erlent 23.4.2012 01:30 Michael Jackson á tónleikaferðalag? Poppgoðsögnin Michael Jackson gæti hugsanlega farið í tónleikaferð á næsta ári með bræðrum sínum. Jackson lést í júní árið 2009 vegna ofneyslu lyfja en hér er ekki verið að tala um að söngvarinn rísi upp frá dauðum heldur myndi Jackson koma fram með hjálp heilmyndartækni, eða hologram eins og það nefnist á ensku. Erlent 22.4.2012 20:26 Hollende með 3% forskot á Sarkozy Kjörstöðum hefur verið lokað í Frakklandi þar sem fyrri umferð forsetakosninga fór fram í dag. Francois Hollande er með um þriggja prósenta forskot á núverandi forseta samkvæmt fyrstu tölum. Erlent 22.4.2012 19:49 Hart tekið á reykjandi Dönum Þeir sem brjóta ný og hert lög um reykingar í Danmörku geta búist við að fá nokkur hundruð þúsund króna sekt. Erlent 22.4.2012 14:08 Robin Gibb sýnir batamerki Robin Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees, sem legið hefur í dái á sjúkrahúsi í Lundúnum undanfarna daga sýnir nú batamerki að sögn lækna. Erlent 22.4.2012 10:31 Hvetja fólk til að trufla formúluna Stjórnvöld í Bahrain hafa eflt öryggisgæslu í landinu eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í nótt. Til stendur að keppt verði í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrain í dag. Stjórnvöld segja mótmælin ekki koma til með að hafa áhrif á keppnina. Stjórnarandstaðan hefur hvatt almenning í landinu til að safnast saman nærri keppnisbrautinni og mótmæla mismunun sem á sér stað í landinu. Erlent 22.4.2012 10:02 Svíar óttast um munntóbakið Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, leggi fram tillögu í haust um bann við bragðefnum í tóbaki. Um er að ræða efni sem samkvæmt munntóbaksframleiðandanum Swedish Match eru nauðsynleg fyrir munntóbakið, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Erlent 22.4.2012 07:30 Með forskot á Sarkozy François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins, hefur 3,5 prósentustiga forskot á Nicolas Sarkozy forseta Frakklands en kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna, sem er á morgun sunnudag, er nú lokið. Talið er að þetta bil hækki í 12 prósentustig í síðari umferðinni. Erlent 21.4.2012 17:30 Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Indónesíu í dag. Skjálftinn mældist 6,6 á richter og átti upptök sín á um 30 kílómetra dýpi á Papua-svæðinu. Ekki er vitað um meðsl á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Í Erlent 21.4.2012 16:48 Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Erlent 21.4.2012 14:45 Auður Camerons byggður upp í skattaskjólum Fjölskylduauður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, var byggður upp gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian, sem greindi frá því í gærkvöldi að faðir Camerons hafi komið sér upp neti fjárfestingasjóða í Panama og Sviss. Erlent 21.4.2012 10:51 Slóvenar og Austurríkismenn í diplómatískri deilu Diplómatísk deila hefur blossað upp milli Slóveníu og Austurríkis. Þrætueplið er fábrotin pylsa. Erlent 20.4.2012 23:33 Engar líkur á að farþegar hafi lifað af Yfirvöld í Pakistan segja að engar líkur séu á því að einhver hafi komist lífs af þegar farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Vélin er sögð hafa hrapað í íbúðabyggð og herma fregnir að nokkur hús hafi eyðilagst þegar vélin skall á þeim. Erlent 20.4.2012 16:38 Birnir sluppu úr dýragarði - tvær konur látnar Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita héraði. Óljóst er hve margir birnir sluppu út en veiðimenn hafa skotið nokkra í dag. Konurnar tvær sem fundist hafa látnar eru taldir vera starfsmenn í garðinum. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæum hefur verið skipað að halda sig innandyra og gefið var frí í skólum í dag vegna málsins. Erlent 20.4.2012 16:04 « ‹ ›
Lék Júdas og hengdi sig fyrir slysni Brasilískur leikari sem fór með hlutverk Júdasar þegar píslarsaga Krists var sett á svið um páskana lést þegar hann túlkaði sjálfsvíg hans. Erlent 23.4.2012 22:30
Fótbolta sem rak 5.600 kílómetra komið í réttar hendur Japanskur piltur hefur gert tilkall til fótbolta sem fannst við strendur eyjunnar Middleton í Alaskaflóa um helgina. Boltann rak til eyjunnar í kjölfar flóðbylgjunnar sem gekk yfir Japan í fyrra. Erlent 23.4.2012 22:00
Hefur setið inni í 15 ár fyrir tilstilli föður síns Maður í Sádí-Arabíu, sem fangelsaður var árið 1997 fyrir að slá stjúpmóður sína, hefur þurft að afplána margfalt lengri dóm - einfaldlega vegna þess að faðir hans krafðist þess. Erlent 23.4.2012 21:30
Mikið mannfall í Homs í dag Að minnsta kosti 20 manns létust í Sýrlandi í dag þegar stjórnarhermenn létu sprengjum rigna yfir borgina Homs. Samkvæmt andspyrnumönnum var mannfall mikið og eru margir sagðir særðir. Erlent 23.4.2012 15:59
Kapphlaupið um miðjuna er hafið Hver er staða Mitts Romneys í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum? Þegar Rick Santorum tilkynnti að hann hygðist draga sig út úr baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust varð endanlega ljóst það sem lengi hafði stefnt í. Mitt Romney átti útnefninguna vísa. Erlent 23.4.2012 13:00
Japanska bolta rak til Alaska Blakbolti og fótbolti sem nýlega fundust við strendur eyjunnar Middleton Island í Alaskaflóa, eru brak úr flóðbylgjunni sem gekk yfir Japan í fyrra. Erlent 23.4.2012 11:00
Breivik bað ópólitísk fórnarlömb afsökunar Anders Behring Breivik bað í morgun aðstandendur þeirra sem hann drap í stjórnarráðshverfinu í Osló afsökunar á gerðum sínum. Aðstandendur ungmennanna sem hann drap í Útey fengu enga afsökunarbeiðni. Réttarhöldin vegna fjöldamorðanna 22. júlí síðastliðinn yfir Breivik héldu áfram í dag. Erlent 23.4.2012 10:04
Fundu risavaxin risaeðluegg í grjótnámu Verkamenn í grjótnámu í Kákasusfjöllunum hafa fundið það sem talin eru stærstu risaeðluegg í sögunni. Sum þessara eggja eru allt að meter að ummáli. Erlent 23.4.2012 10:01
Le Pen í sviðsljósinu fyrir seinni umferð forsetakosninganna Þótt Francois Hollande sé spáð sigri í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi er það sýnd veiði en ekki gefin. Mikið veltur þar á Marine Le Pen frambjóðenda Þjóðfylkingarinnar. Erlent 23.4.2012 06:58
Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni Stjórnarher Kólombíu fann umfangsmikla kókaínverksmiðju í héraðinu Narino og lagði hald á rúmlega tvö tonn af kókaíni. Erlent 23.4.2012 06:54
Alhvítur fullvaxinn háhyrningur sést í fyrsta sinn Alhvítur fullvaxinn háhyrningur hefur sést undan ströndum Kamchatka í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn í sögunni svo vitað sé að slíkur háhyrningur finnst í náttúrunni. Erlent 23.4.2012 06:52
Berjast fyrir sölu á munntóbaki í Noregi og Svíþjóð Norskir og sænskir stjórnmálamenn ætla að berjast fyrir því að munntóbak, eða snús eins og það er kallað, verði áfram til sölu í þessum löndum. Erlent 23.4.2012 06:41
Vítisenglar smygluðu tonni af hassi Fjórir menn, þar af þrír núverandi og fyrrverandi meðlimir í mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, hafa í Kaupmannahöfn verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt smygl á tæpu tonni af hassi til Danmerkur. Erlent 23.4.2012 05:00
Fara verður varlega í að bora eftir vatni Grunnvatnsbirgðir djúpt undir yfirborðinu á meginlandi Afríku eru um 100 sinnum meiri en allt vatn á yfirborðinu í álfunni, samkvæmt rannsókn jarðvísindamanna. Þeir vara við að farið verði of geyst í að bora eftir vatninu. Erlent 23.4.2012 03:00
Njósnaflugvél endursmíðuð Íranir eru að smíða endurgerð af ómannaðri bandarískri njósnavél sem herinn þar í landi gerði upptæka á síðasta ári. Írönum tókst að finna í vélinni upplýsingar um fyrri ferðir hennar og að sögn hershöfðingjans Amir Ali Hajizadeh hafði hún ferðast um norðvesturhluta Pakistan þar sem bandarískir hermenn fundu Osama Bin Laden og drápu hann. Erlent 23.4.2012 03:00
Ekki má reykja á vinnutíma Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur gagnrýnt ný reykingalög. Þeir telja að með lögunum séu reykingar gerðar meira spennandi fyrir ungt fólk, samkvæmt frétt Berlingske Tidende. Erlent 23.4.2012 02:00
Tugir þúsunda mótmæla í Prag Tugir þúsunda manns gengu um götur Prag, höfuðborgar Tékklands, á laugardag til að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. Þetta voru ein fjölmennustu mótmælin gegn stjórnvöldum í Tékklandi síðan kommúnisminn féll fyrir næstum 23 árum. Erlent 23.4.2012 01:30
Michael Jackson á tónleikaferðalag? Poppgoðsögnin Michael Jackson gæti hugsanlega farið í tónleikaferð á næsta ári með bræðrum sínum. Jackson lést í júní árið 2009 vegna ofneyslu lyfja en hér er ekki verið að tala um að söngvarinn rísi upp frá dauðum heldur myndi Jackson koma fram með hjálp heilmyndartækni, eða hologram eins og það nefnist á ensku. Erlent 22.4.2012 20:26
Hollende með 3% forskot á Sarkozy Kjörstöðum hefur verið lokað í Frakklandi þar sem fyrri umferð forsetakosninga fór fram í dag. Francois Hollande er með um þriggja prósenta forskot á núverandi forseta samkvæmt fyrstu tölum. Erlent 22.4.2012 19:49
Hart tekið á reykjandi Dönum Þeir sem brjóta ný og hert lög um reykingar í Danmörku geta búist við að fá nokkur hundruð þúsund króna sekt. Erlent 22.4.2012 14:08
Robin Gibb sýnir batamerki Robin Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees, sem legið hefur í dái á sjúkrahúsi í Lundúnum undanfarna daga sýnir nú batamerki að sögn lækna. Erlent 22.4.2012 10:31
Hvetja fólk til að trufla formúluna Stjórnvöld í Bahrain hafa eflt öryggisgæslu í landinu eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í nótt. Til stendur að keppt verði í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrain í dag. Stjórnvöld segja mótmælin ekki koma til með að hafa áhrif á keppnina. Stjórnarandstaðan hefur hvatt almenning í landinu til að safnast saman nærri keppnisbrautinni og mótmæla mismunun sem á sér stað í landinu. Erlent 22.4.2012 10:02
Svíar óttast um munntóbakið Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, leggi fram tillögu í haust um bann við bragðefnum í tóbaki. Um er að ræða efni sem samkvæmt munntóbaksframleiðandanum Swedish Match eru nauðsynleg fyrir munntóbakið, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Erlent 22.4.2012 07:30
Með forskot á Sarkozy François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins, hefur 3,5 prósentustiga forskot á Nicolas Sarkozy forseta Frakklands en kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna, sem er á morgun sunnudag, er nú lokið. Talið er að þetta bil hækki í 12 prósentustig í síðari umferðinni. Erlent 21.4.2012 17:30
Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Indónesíu í dag. Skjálftinn mældist 6,6 á richter og átti upptök sín á um 30 kílómetra dýpi á Papua-svæðinu. Ekki er vitað um meðsl á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Í Erlent 21.4.2012 16:48
Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Erlent 21.4.2012 14:45
Auður Camerons byggður upp í skattaskjólum Fjölskylduauður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, var byggður upp gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian, sem greindi frá því í gærkvöldi að faðir Camerons hafi komið sér upp neti fjárfestingasjóða í Panama og Sviss. Erlent 21.4.2012 10:51
Slóvenar og Austurríkismenn í diplómatískri deilu Diplómatísk deila hefur blossað upp milli Slóveníu og Austurríkis. Þrætueplið er fábrotin pylsa. Erlent 20.4.2012 23:33
Engar líkur á að farþegar hafi lifað af Yfirvöld í Pakistan segja að engar líkur séu á því að einhver hafi komist lífs af þegar farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Vélin er sögð hafa hrapað í íbúðabyggð og herma fregnir að nokkur hús hafi eyðilagst þegar vélin skall á þeim. Erlent 20.4.2012 16:38
Birnir sluppu úr dýragarði - tvær konur látnar Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita héraði. Óljóst er hve margir birnir sluppu út en veiðimenn hafa skotið nokkra í dag. Konurnar tvær sem fundist hafa látnar eru taldir vera starfsmenn í garðinum. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæum hefur verið skipað að halda sig innandyra og gefið var frí í skólum í dag vegna málsins. Erlent 20.4.2012 16:04