Erlent Ísraelar telja Írana ábyrga Ísraelsk stjórnvöld telja að maður á vegum Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans, hafi gert sjálfsvígsárás á rútu í Búlgaríu á miðvikudag. Erlent 20.7.2012 01:30 Versti dagur byltingarinnar til þessa Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa hertekið allar helstu eftirlitsstöðvar landsins við landamæri Írak. Á meðan harðna bardagar í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar sem stjórnarhermenn og uppreisnarmenn takast á í kjölfar sjálfsmorðsárásar sem kostaði þrjá háttsetta meðlimi sýrlensku ríkisstjórnarinnar lífið. Erlent 19.7.2012 23:42 Hótelstjóri og prestur rífast um 50 Shades of Grey Hörð orðaskipti hótelstjóra og sóknarprests í Bretlandi hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Málið hófst þegar hótelstjórinn fjarlægði allar Biblíur úr hótelherbergjum sínum og setti í stað þeirra erótísku metsölubókina 50 Shades of Grey. Erlent 19.7.2012 22:00 Karlmennskan að hverfa í hinum stafræna nútíma Bandarískur fræðimaður heldur því fram að tölvuleikir, veraldarvefurinn og önnur stafræn tækni raski verulega þroska karlmanna. Þannig sé stór hluti þeirra karlmanna sem nú vex úr grasi ekki í stakk búinn til að takast á við þær kröfur sem nútíma samfélag leggur á þá. Erlent 19.7.2012 19:10 Lítið af gulli eftir í gullverðlaunum Ólympíuleikanna Það er svo lítið eftir af hreinu gulli í gullverðlaununum sem veitt eru á komandi Ólympíuleikum í London að verðmæti þeirra nemur aðeins rúmlega sjötíu þúsund krónum á stykkið. Væru hin rúmlega 400 gramma gullverðlaun úr hreinu gulli væri verðmætið um 2,5 milljónir króna. Erlent 19.7.2012 09:42 Andlega fatlaður fangi tekinn af lífi í Texas Yfirvöld í Texas hafa tekið af lífi dauðadæmdan fanga þrátt fyrir að fanginn sé andlega fatlaður. Erlent 19.7.2012 06:56 Bandaríkjastjórn telur að Assad sé að missa tökin Bandaríkjastjórn telur að Bashar Assad forseti Sýrlands sé að missa tökin á stjórn landsins og að daga hans í embætti séu taldir. Erlent 19.7.2012 06:52 Fjöldi austurevrópskra fanga tvöfaldast í dönskum fangelsum Á síðustu fjórum árum hefur fjöldi austurevrópskra fanga í dönskum fangelsum meir en tvöfaldast. Erlent 19.7.2012 06:50 Umsóknir um háskólanám aldrei fleiri í Danmörku Umsóknir um háskólanám hafa aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Alls hafa tæplega 81 þúsund nemendur sótt um nám í háskólum landsins. Erlent 19.7.2012 06:48 Kettlingur ferðaðist á eigin spýtur þvert yfir Kyrrahafið Kettlingur er kominn í sviðsljós fjölmiðla í Kaliforníu eftir að hann ferðaðist á eigin spýtur þvert yfir Kyrrahafið. Erlent 19.7.2012 06:41 Atburðir í Rúmeníu vekja áhyggjur ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega Rúmeníu og Búlgaríu fyrir að standast ekki kröfur sem gerðar eru til aðildarríkjanna. Búlgaría ræður ekkert við skipulagða glæpi og Rúmeníustjórn grefur undan lýðræðinu. Erlent 19.7.2012 06:30 Hefur áhyggjur af fordómum Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur áhyggjur af fordómum samlanda sinna í garð rómafólks, sem einnig er kallað sígaunar. Hann sagði í samtali við NRK að hatrið sem einkennt hefði umræðuna þar í landi síðustu vikur væri ekki í samræmi við norsk gildi, til dæmis umburðarlyndi og fjölbreytileika samfélagsins. Erlent 19.7.2012 03:30 Hælisleitendur fá meira fé Hælisleitendur og flóttamenn í Þýskalandi fá ekki nógu mikla ríkisaðstoð til að geta lifað mannsæmandi lífi meðan þeir bíða afgreiðslu mála sinna. Erlent 19.7.2012 02:30 Óljóst um tilgang mannsins Ekki er enn vitað hvað manninum sem fór inn til tígrisdýranna í dýragarðinum i Kaupmannahöfn gekk til með athæfi sínu. Maðurinn fannst látinn í búrinu að morgni sunnudags, en hann hafði brotist inn í garðinn kvöldið áður. Erlent 19.7.2012 02:00 Rússar ásaka Vesturlönd Rússnesk stjórnvöld ásökuðu í gær Vesturlönd fyrir að kynda undir uppreisn og átökum í Sýrlandi, sama dag og sjálfsvígsárás í höfuðborginni Damaskus kostaði nokkra nánustu samstarfsmenn Bashar al Assads forseta lífið. Erlent 19.7.2012 00:15 Nútíma riddari í pílagrímaför um Kanada Tuttugu og tveggja ára gamall riddari ferðast nú um Kanada í fullum herklæðum og á hestbaki. Hann boðar fagnaðarerindi ástarinnar, hreinskilni og virðingar. Erlent 18.7.2012 23:07 Hótað lífláti fyrir neikvæða gagnrýni Stjórnendur kvikmyndavefsíðunnar Rotten Tomatoes hafa lokað fyrir athugasemdir notenda á nýjustu Batman kvikmyndina. Þetta var ákveðið eftir að gagnrýnanda bárust líflátshótanir vegna neikvæðrar umfjöllunar um The Dark Knight Rises. Erlent 18.7.2012 22:00 Ísraelskir ferðamenn drepnir í Búlgaríu Að minnsta kosti þrír eru látnir og yfir tuttugu særðir eftir að rúta með ísraelska ferðamenn var sprengd í loft upp borginni Burgas í Búlgaríu nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins sást maður ganga inn í rútuna og nokkrum sekúndum síðar sprakk hún í loft upp. Flugvellinum í borginni hefur verið lokað og eru miklar öryggisráðstafnir víða um borg. Erlent 18.7.2012 16:38 Rúta sprengd í loft upp Fjórtan fórust og fjölmargir eru særðir eftir að lítil rúta sprakk í loft upp í bænum Peshawar, í norðausturhluta Pakistan í dag. Rútan var á leið milli tveggja þorpa þegar hún keyrði á sprengju sem komið hafði verið fyrir á þjóðveginum. Þrjár konur og þrjú börn eru á meðal hinna látnu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en sprengjur sem þessar eru algengar á svæðinu. Erlent 18.7.2012 16:10 Hollensk yfirvöld aðstoða FBI Yfirvöld í Hollandi og bandaríska alríkislögreglan eru nú komin í samstarf vegna rannsóknar á því hvers vegna nálar fundust í kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins á dögunum. Fjórar nálar fundust í samlokum í fjórum flugum frá Amsterdam í Hollandi til Bandaríkjanna. Tveir farþeganna sem fengu stungusár í munninn, eftir að hafa bitið í samlokuna sína, hafa leitað til læknis til að fyrirbyggja HIV-smit. Málið þykið mjög alvarlegt og á meðan rannsókn stendur yfir hefur sala á kalkúnasamlokum um borð í vélum félagsins verið hætt. Erlent 18.7.2012 15:12 Fá fúlgur fjár frá hinu opinbera Fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar í Bretlandi þéna hver um sig 100 þúsund sterlingspund, eða tæpar 20 milljónir, í eftirlaun á ári frá breska ríkinu. Til viðbótar þéna þau miklar fúlgur árlega fyrir að halda fyrirlestra og sem ráðgjafar fyrir einkafyrirtæki. Erlent 18.7.2012 13:45 Mandela er 94 ára í dag Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, er 94 ára í dag og fagna íbúar í heimabæ hans, Qunu, því með veisluhöldum í dag. Á meðal gesta sem heimsóttu bæinn í dag var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið náinn vinur forsetans fyrrverandi síðustu ár. Erlent 18.7.2012 12:58 Varnarmálaráðherra Sýrlands drepinn í sprengjuárás Varnamálaráðherra Sýrlands, Daoud Rajiha, lét lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í miðborg Damaskus í morgun. Átökin í borginni fara stigvaxandi með hverju degi. Erlent 18.7.2012 12:00 Ekkert lát á bardögunum í Damaskus Ekkert lát er á bardögunum í Damaskus höfuðborga Sýrlands en barist var í borginni í alla nótt. Erlent 18.7.2012 07:51 Hreyfingarleysi kostar fimm milljónir manna lífið árlega Um þriðjungur af mannkyninu fær ekki næga hreyfingu og talið er að hreyfingarleysi kosti um fimm milljónir manna lífið á hverju ári. Erlent 18.7.2012 07:46 Ostagerðarmaður handtekinn vegna mafíutengsla Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið forstjóra einnar af stærstu mozzarella ostagerðar landsins vegna gruns um að hann hafi verið í nánum tengslum við mafínua. Erlent 18.7.2012 07:21 Frjálslyndir eru sigurvegarar kosninganna í Líbíu Samtök frjálslyndra flokka eru sigurvegarar þingkosninganna í Líbíu samkvæmt fyrstu tölum. Erlent 18.7.2012 07:13 Kínverjar frelsa 26 gísla úr haldi sómalskra sjóræningja Kínverjar hafa tilkynnt um að þeim hafi tekist að frelsa 26 gísla úr haldi sjóræningja í Sómalíu. Erlent 18.7.2012 07:04 Úrskurður ekki fyrr en í haust Stjórnlagadómstóll Þýskalands ætlar að kveða upp úrskurð í haust um það, hvort nýr neyðarsjóður evruríkjanna stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar. Erlent 18.7.2012 07:00 Íshella á stærð við hálfa Reykjavík brotnar frá Grænlandsísnum Risavaxin íshella hefur brotnað af Peterman skriðjöklinum í norðurhluta Grænlands og flýtur hún nú suður á bóginn. Erlent 18.7.2012 06:59 « ‹ ›
Ísraelar telja Írana ábyrga Ísraelsk stjórnvöld telja að maður á vegum Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans, hafi gert sjálfsvígsárás á rútu í Búlgaríu á miðvikudag. Erlent 20.7.2012 01:30
Versti dagur byltingarinnar til þessa Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa hertekið allar helstu eftirlitsstöðvar landsins við landamæri Írak. Á meðan harðna bardagar í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar sem stjórnarhermenn og uppreisnarmenn takast á í kjölfar sjálfsmorðsárásar sem kostaði þrjá háttsetta meðlimi sýrlensku ríkisstjórnarinnar lífið. Erlent 19.7.2012 23:42
Hótelstjóri og prestur rífast um 50 Shades of Grey Hörð orðaskipti hótelstjóra og sóknarprests í Bretlandi hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Málið hófst þegar hótelstjórinn fjarlægði allar Biblíur úr hótelherbergjum sínum og setti í stað þeirra erótísku metsölubókina 50 Shades of Grey. Erlent 19.7.2012 22:00
Karlmennskan að hverfa í hinum stafræna nútíma Bandarískur fræðimaður heldur því fram að tölvuleikir, veraldarvefurinn og önnur stafræn tækni raski verulega þroska karlmanna. Þannig sé stór hluti þeirra karlmanna sem nú vex úr grasi ekki í stakk búinn til að takast á við þær kröfur sem nútíma samfélag leggur á þá. Erlent 19.7.2012 19:10
Lítið af gulli eftir í gullverðlaunum Ólympíuleikanna Það er svo lítið eftir af hreinu gulli í gullverðlaununum sem veitt eru á komandi Ólympíuleikum í London að verðmæti þeirra nemur aðeins rúmlega sjötíu þúsund krónum á stykkið. Væru hin rúmlega 400 gramma gullverðlaun úr hreinu gulli væri verðmætið um 2,5 milljónir króna. Erlent 19.7.2012 09:42
Andlega fatlaður fangi tekinn af lífi í Texas Yfirvöld í Texas hafa tekið af lífi dauðadæmdan fanga þrátt fyrir að fanginn sé andlega fatlaður. Erlent 19.7.2012 06:56
Bandaríkjastjórn telur að Assad sé að missa tökin Bandaríkjastjórn telur að Bashar Assad forseti Sýrlands sé að missa tökin á stjórn landsins og að daga hans í embætti séu taldir. Erlent 19.7.2012 06:52
Fjöldi austurevrópskra fanga tvöfaldast í dönskum fangelsum Á síðustu fjórum árum hefur fjöldi austurevrópskra fanga í dönskum fangelsum meir en tvöfaldast. Erlent 19.7.2012 06:50
Umsóknir um háskólanám aldrei fleiri í Danmörku Umsóknir um háskólanám hafa aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Alls hafa tæplega 81 þúsund nemendur sótt um nám í háskólum landsins. Erlent 19.7.2012 06:48
Kettlingur ferðaðist á eigin spýtur þvert yfir Kyrrahafið Kettlingur er kominn í sviðsljós fjölmiðla í Kaliforníu eftir að hann ferðaðist á eigin spýtur þvert yfir Kyrrahafið. Erlent 19.7.2012 06:41
Atburðir í Rúmeníu vekja áhyggjur ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega Rúmeníu og Búlgaríu fyrir að standast ekki kröfur sem gerðar eru til aðildarríkjanna. Búlgaría ræður ekkert við skipulagða glæpi og Rúmeníustjórn grefur undan lýðræðinu. Erlent 19.7.2012 06:30
Hefur áhyggjur af fordómum Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur áhyggjur af fordómum samlanda sinna í garð rómafólks, sem einnig er kallað sígaunar. Hann sagði í samtali við NRK að hatrið sem einkennt hefði umræðuna þar í landi síðustu vikur væri ekki í samræmi við norsk gildi, til dæmis umburðarlyndi og fjölbreytileika samfélagsins. Erlent 19.7.2012 03:30
Hælisleitendur fá meira fé Hælisleitendur og flóttamenn í Þýskalandi fá ekki nógu mikla ríkisaðstoð til að geta lifað mannsæmandi lífi meðan þeir bíða afgreiðslu mála sinna. Erlent 19.7.2012 02:30
Óljóst um tilgang mannsins Ekki er enn vitað hvað manninum sem fór inn til tígrisdýranna í dýragarðinum i Kaupmannahöfn gekk til með athæfi sínu. Maðurinn fannst látinn í búrinu að morgni sunnudags, en hann hafði brotist inn í garðinn kvöldið áður. Erlent 19.7.2012 02:00
Rússar ásaka Vesturlönd Rússnesk stjórnvöld ásökuðu í gær Vesturlönd fyrir að kynda undir uppreisn og átökum í Sýrlandi, sama dag og sjálfsvígsárás í höfuðborginni Damaskus kostaði nokkra nánustu samstarfsmenn Bashar al Assads forseta lífið. Erlent 19.7.2012 00:15
Nútíma riddari í pílagrímaför um Kanada Tuttugu og tveggja ára gamall riddari ferðast nú um Kanada í fullum herklæðum og á hestbaki. Hann boðar fagnaðarerindi ástarinnar, hreinskilni og virðingar. Erlent 18.7.2012 23:07
Hótað lífláti fyrir neikvæða gagnrýni Stjórnendur kvikmyndavefsíðunnar Rotten Tomatoes hafa lokað fyrir athugasemdir notenda á nýjustu Batman kvikmyndina. Þetta var ákveðið eftir að gagnrýnanda bárust líflátshótanir vegna neikvæðrar umfjöllunar um The Dark Knight Rises. Erlent 18.7.2012 22:00
Ísraelskir ferðamenn drepnir í Búlgaríu Að minnsta kosti þrír eru látnir og yfir tuttugu særðir eftir að rúta með ísraelska ferðamenn var sprengd í loft upp borginni Burgas í Búlgaríu nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins sást maður ganga inn í rútuna og nokkrum sekúndum síðar sprakk hún í loft upp. Flugvellinum í borginni hefur verið lokað og eru miklar öryggisráðstafnir víða um borg. Erlent 18.7.2012 16:38
Rúta sprengd í loft upp Fjórtan fórust og fjölmargir eru særðir eftir að lítil rúta sprakk í loft upp í bænum Peshawar, í norðausturhluta Pakistan í dag. Rútan var á leið milli tveggja þorpa þegar hún keyrði á sprengju sem komið hafði verið fyrir á þjóðveginum. Þrjár konur og þrjú börn eru á meðal hinna látnu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en sprengjur sem þessar eru algengar á svæðinu. Erlent 18.7.2012 16:10
Hollensk yfirvöld aðstoða FBI Yfirvöld í Hollandi og bandaríska alríkislögreglan eru nú komin í samstarf vegna rannsóknar á því hvers vegna nálar fundust í kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins á dögunum. Fjórar nálar fundust í samlokum í fjórum flugum frá Amsterdam í Hollandi til Bandaríkjanna. Tveir farþeganna sem fengu stungusár í munninn, eftir að hafa bitið í samlokuna sína, hafa leitað til læknis til að fyrirbyggja HIV-smit. Málið þykið mjög alvarlegt og á meðan rannsókn stendur yfir hefur sala á kalkúnasamlokum um borð í vélum félagsins verið hætt. Erlent 18.7.2012 15:12
Fá fúlgur fjár frá hinu opinbera Fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar í Bretlandi þéna hver um sig 100 þúsund sterlingspund, eða tæpar 20 milljónir, í eftirlaun á ári frá breska ríkinu. Til viðbótar þéna þau miklar fúlgur árlega fyrir að halda fyrirlestra og sem ráðgjafar fyrir einkafyrirtæki. Erlent 18.7.2012 13:45
Mandela er 94 ára í dag Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, er 94 ára í dag og fagna íbúar í heimabæ hans, Qunu, því með veisluhöldum í dag. Á meðal gesta sem heimsóttu bæinn í dag var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið náinn vinur forsetans fyrrverandi síðustu ár. Erlent 18.7.2012 12:58
Varnarmálaráðherra Sýrlands drepinn í sprengjuárás Varnamálaráðherra Sýrlands, Daoud Rajiha, lét lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í miðborg Damaskus í morgun. Átökin í borginni fara stigvaxandi með hverju degi. Erlent 18.7.2012 12:00
Ekkert lát á bardögunum í Damaskus Ekkert lát er á bardögunum í Damaskus höfuðborga Sýrlands en barist var í borginni í alla nótt. Erlent 18.7.2012 07:51
Hreyfingarleysi kostar fimm milljónir manna lífið árlega Um þriðjungur af mannkyninu fær ekki næga hreyfingu og talið er að hreyfingarleysi kosti um fimm milljónir manna lífið á hverju ári. Erlent 18.7.2012 07:46
Ostagerðarmaður handtekinn vegna mafíutengsla Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið forstjóra einnar af stærstu mozzarella ostagerðar landsins vegna gruns um að hann hafi verið í nánum tengslum við mafínua. Erlent 18.7.2012 07:21
Frjálslyndir eru sigurvegarar kosninganna í Líbíu Samtök frjálslyndra flokka eru sigurvegarar þingkosninganna í Líbíu samkvæmt fyrstu tölum. Erlent 18.7.2012 07:13
Kínverjar frelsa 26 gísla úr haldi sómalskra sjóræningja Kínverjar hafa tilkynnt um að þeim hafi tekist að frelsa 26 gísla úr haldi sjóræningja í Sómalíu. Erlent 18.7.2012 07:04
Úrskurður ekki fyrr en í haust Stjórnlagadómstóll Þýskalands ætlar að kveða upp úrskurð í haust um það, hvort nýr neyðarsjóður evruríkjanna stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar. Erlent 18.7.2012 07:00
Íshella á stærð við hálfa Reykjavík brotnar frá Grænlandsísnum Risavaxin íshella hefur brotnað af Peterman skriðjöklinum í norðurhluta Grænlands og flýtur hún nú suður á bóginn. Erlent 18.7.2012 06:59