Erlent Sögð hafa sett sig sjálf í hættu „Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“ sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig. Erlent 29.8.2012 00:00 Íslensk kona fækkar fötum í Kanada út af hruninu - Ósátt við ný lög Íslenskri nektardansmær, ásamt fjölda annarra nektardansara, er gert að yfirgefa Kanada vegna breytinga á lögum þar í landi varðandi tímabundið landvistarleyfi. Rætt er við íslensku dansmærina í kandadíska fjölmiðlinum CBC en hún, ásamt 22 öðrum nektardansmærum, verður gert að yfirgefa landið í lok mánaðar. Erlent 28.8.2012 21:28 Obama hvetur íbúa til þess að flýja Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði íbúa, sem búa í borgum við Mexíkóflóa, við því að hitabeltisstormurinn Ísak, sem búist er við að verði að fellibyl á næstu klukkutímum, geti valdið gríðarlegum flóðum á svæðinu. Erlent 28.8.2012 15:49 Köttur forsætisráðherrans búinn að drepa sína fyrstu mús Á meðan David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er í sumarfríi er nóg að gera hjá heimiliskettinum Larry að Downing-stræti 10. Þessi fimm ára gamla læða hefur nefnilega drepið sína fyrstu mús frá því að hún flutti inn á heimili ásamt forsætisráðherra-hjónunum. Fjallað er um málið á blaðið Independent fjallar um drápið á vef sínum í dag. Þar staðfestir talsmaður Downings-strætis að kötturinn hafi drepið mús í morgun - sem þykir sæta stórtíðindum á heimilinu. Erlent 28.8.2012 13:35 Kannabis hefur mikil áhrif á heilann Þeir unglingar sem neyta kannabis eru líklegri til að vera með lægri greindarvísitölu en aðrir jafnaldrar sínir. Dagleg neysla á fíkniefninu hefur áhrif á geðheilbrigði fólks. Þetta er niðurstaða könnunar sem vísindamönnum í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum á um þúsund einstaklingum. Þeir sem byrja að neita kannabisefna á unglingsaldri eru að meðaltali með átta stigum minna í greindarvísitölu en þeir sem gera það ekki. Þá hefur dagleg neysla mikil áhrif á heilann á þessum aldri þar sem hann er að mótast og þroskast. Erlent 28.8.2012 13:07 Vilja ekki veita upplýsingar um síma Schjetne Norska lögreglan leitar enn að Sigrid Schjetne, stúlku sem hvarf fyrr í ágúst. Um helgina var lögð áhersla á að rannsaka símann hennar betur. Lögreglumenn fóru með símann á Østensjø svæðið í Osló, til þess að rekja leiðina sem talið er að Sigrid hafi farið með símann. Erlent 28.8.2012 10:40 Stærsta olíuhreinsistöð Venesúela logar enn Hvorki gengur né rekur hjá slökkviliðsmönnum þeim sem berjast við mikinn eldsvoða í stærstu olíuhreinsistöð Venesúela. Erlent 28.8.2012 08:23 Sprenging við seðlabankann í Aþenu Sprengja sprakk í morgun við eina af starfsstöðvum Seðlababanka Grikklands í Aþenu. Erlent 28.8.2012 07:50 Hassreykingar gera unglinga heimskari Ný rannsókn sem unnin var á Nýja Sjálandi sýnir að ungmenni sem reykja hass og marijúana séu í mikilli hættu á varanlegri greindarskerðingu. Erlent 28.8.2012 07:45 Íshellan á Norðurpólnum ekki minni síðan 1979 Vísindamenn hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segja að íshellan yfir Norðurpólnum hafi ekki verið minni síðan árið 1979 þegar NASA hóf að mæla hana reglulega með upplýsingum frá gervihnöttum. Erlent 28.8.2012 07:24 Þýska leyniþjónustan stjórnar njósnum gegn sýrlenska hernum Þýskir og breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að það sé þýska leyniþjónustan sem stjórni njósnum Vesturveldanna gegn sýrlenska hernum. Erlent 28.8.2012 07:15 Hættuleg björgun sjómanna við Suður Kóreu Björgunarmönnum í Suður Kóreu hefur tekist með miklu harðfylgi að bjarga sex af þeim 30 kínversku sjómönnum sem saknað var í nótt eftir að tveimur skipum þeirra hvolfdi í fellibylnum Bolaven sem nú herjar við Kóreuskagann. Erlent 28.8.2012 07:05 Ísak nálgast fellibylsstyrk, skellur á New Orleans í kvöld Hitabeltisstormurinn Ísak er við það að ná fellibylisstyrk. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana en reiknað er með að Ísak skelli á borgina New Orleans í kvöld. Þá verða liðin nákvæmlega sjö ár frá því að fellibylurinn Katrina lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Erlent 28.8.2012 07:00 Skattamál Helle Thorning Schmidt í brennidepli Skattamál Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur er aftur komið í sviðsljósið vegna máls sem tekið verður fyrir í réttarsal í Söborg í dag. Erlent 28.8.2012 06:53 Talibanarnir myrtu sautján veislugesti Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Erlent 28.8.2012 04:00 Merkel vill breyta sáttmála ESB Angela Merkel Þýskalandskanslari vill kalla leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) saman fyrir lok árs til að ná saman um breytingu á sáttmála sambandsins. Þetta kemur fram í þýska blaðinu Spiegel og vefurinn Euobserver segir frá. Óvíst er hvort Merkel verði að ósk sinni en hún hefur áður lýst yfir vilja til frekari pólitískrar samþættingar ESB-ríkja í skiptum fyrir frekari samruna í efnahagsmálum til að vinna gegn skuldavandanum á evrusvæðinu. Erlent 28.8.2012 03:00 Úrskurður í máli Rachel Corrie í dag Dómstóll í Ísrael mun í dag kveða upp úrskurð í máli foreldra Rachel Corrie sem beið bana á Gaza-ströndinni árið 2003 þegar hún mótmælti eyðileggingu Ísraela á palestínskum heimilum. Rachel Corrie stóð í veginum fyrir jarðýtu og kramdist til bana þegar ýtan ók yfir hana. Erlent 28.8.2012 02:00 Vændisfólk í bílskúr sendiráðsins Tveir starfsmenn kanadísku stjórnarinnar hafa verið í Kaupmannahöfn til að rannsaka meint misferli í sendiráði Kanada í borginni, svo sem misnotkun á eignum sendiráðsins, kynþáttafordóma, einelti, ráðningu svarts vinnuafls og vændi í bílskúr sendiráðsins. Öryggisvörður er sagður hafa sést á myndbandsupptöku með vændisfólk í sendiráðsbíl sem lagt hafði verið í bílskúr sendiráðsins. Erlent 28.8.2012 01:00 Stórtapaði á öryggisgæslu Til stendur að rannsaka öryggisgæslufyrirtækið G4S, en það sá um gæslu á Ólympíuleikunum í London. Gríðarlegt tap varð af því verkefni, en fyrirtækið gat aðeins útvegað 7 þúsund verði af þeim 10.400 sem samið hafði verið um. Guardian greinir frá þessu. Erlent 28.8.2012 00:30 Íslendingar í New Orleans búa sig undir fellibyl Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum fylkjum Bandaríkjanna vegna hitabeltisstormsins Ísaks. Spáð er að hann nái landi annað kvöld. Íslenskur námsmaður í New Orleans ætlar að vera um kyrrt á á heimili sínu meðan Ísak fer yfir, og telur líf sitt ekki í hættu. Erlent 27.8.2012 20:30 Leit hætt - ljónið líklega villiköttur Leit hefur verið hætt að ljóni sem leitað hefur verið að síðasta sólarhring í sveitarfélaginu Essex á suð-austur Englandi. Vopnaðir lögreglumenn hafa leitað að kisa bæði úr lofti og á landi. Erlent 27.8.2012 15:10 Þráðlaus sjúkdómsgreining á tíu mínútum Geimferðastofnun Kanada þróar nú flæðismásjá sem getur greint helstu sjúkdóma á nokkrum mínútum, og það þráðlaust í þokkabót. Erlent 27.8.2012 11:02 Assange óhultur enn um sinn Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir bresk stjórnvöld hafa dregið til baka hótun sína um að ráðast inn ekvadorska sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange. Erlent 27.8.2012 11:00 Náði í 32 lög af netinu og þarf að greiða 82 milljónir Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hafnað kröfu Joels Tenenbaum um að mál hans verði tekið fyrir á ný. Erlent 27.8.2012 09:35 Óhugnaður í Afganistan Fimmtán karlmenn og tvær konur voru hálshöggvin í suðvestur Afganistan í nótt. Lík þeirra fundust í vegkanti nótt. Erlent 27.8.2012 09:11 Tveir ungir piltar drukknuðu við Skotland Tveir ungir piltar, þriggja og fimm ára, létust eftir að kanó sem þeir voru á fór á hvolf undan norðvestur strönd Skotlands í gærkvöld. Erlent 27.8.2012 09:07 Sushi-æðið hækkar verð á laxi Framleiðsla eldislax í Noregi er að nálgast leyfilegt hámark og má búast við verðhækkun, að því er framkvæmdastjóri Grieg Seafood, Morten Vike, segir í viðtali á fréttavef Bergens Tidende. Erlent 27.8.2012 09:00 Flugfélög koma sér undan skattgreiðslum Erlend flugfélög vilja ekki greiða skatta og gjöld fyrir starfsmenn sína í Svíþjóð. Á fréttavef Dagens Nyheter er greint frá því að bæði Ryanair og Norwegian fari í kringum reglurnar með því að ráða fólk í gegnum erlendar starfsmannaleigur á láglaunasvæðum. Erlent 27.8.2012 09:00 Ljón í Essex Lögreglan í Essex í Bretlandi leitar nú að ljóni sem talið er vera á svæðinu. Vopnaðir lögreglumenn leituðu að kattardýrinu í nótt en tvær þyrlu aðstoðuðu við leitina. Tilkynnt var um dýrið í gær en í fyrstu var talið að um gabb væri að ræða. Erlent 27.8.2012 09:00 Grábjörn drap og át göngumann Grábjörn réðst á og drap göngumann í þjóðgarði í Alaska í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem björn verður manni að bana á svæðinu. Erlent 27.8.2012 08:30 « ‹ ›
Sögð hafa sett sig sjálf í hættu „Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“ sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig. Erlent 29.8.2012 00:00
Íslensk kona fækkar fötum í Kanada út af hruninu - Ósátt við ný lög Íslenskri nektardansmær, ásamt fjölda annarra nektardansara, er gert að yfirgefa Kanada vegna breytinga á lögum þar í landi varðandi tímabundið landvistarleyfi. Rætt er við íslensku dansmærina í kandadíska fjölmiðlinum CBC en hún, ásamt 22 öðrum nektardansmærum, verður gert að yfirgefa landið í lok mánaðar. Erlent 28.8.2012 21:28
Obama hvetur íbúa til þess að flýja Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði íbúa, sem búa í borgum við Mexíkóflóa, við því að hitabeltisstormurinn Ísak, sem búist er við að verði að fellibyl á næstu klukkutímum, geti valdið gríðarlegum flóðum á svæðinu. Erlent 28.8.2012 15:49
Köttur forsætisráðherrans búinn að drepa sína fyrstu mús Á meðan David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er í sumarfríi er nóg að gera hjá heimiliskettinum Larry að Downing-stræti 10. Þessi fimm ára gamla læða hefur nefnilega drepið sína fyrstu mús frá því að hún flutti inn á heimili ásamt forsætisráðherra-hjónunum. Fjallað er um málið á blaðið Independent fjallar um drápið á vef sínum í dag. Þar staðfestir talsmaður Downings-strætis að kötturinn hafi drepið mús í morgun - sem þykir sæta stórtíðindum á heimilinu. Erlent 28.8.2012 13:35
Kannabis hefur mikil áhrif á heilann Þeir unglingar sem neyta kannabis eru líklegri til að vera með lægri greindarvísitölu en aðrir jafnaldrar sínir. Dagleg neysla á fíkniefninu hefur áhrif á geðheilbrigði fólks. Þetta er niðurstaða könnunar sem vísindamönnum í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum á um þúsund einstaklingum. Þeir sem byrja að neita kannabisefna á unglingsaldri eru að meðaltali með átta stigum minna í greindarvísitölu en þeir sem gera það ekki. Þá hefur dagleg neysla mikil áhrif á heilann á þessum aldri þar sem hann er að mótast og þroskast. Erlent 28.8.2012 13:07
Vilja ekki veita upplýsingar um síma Schjetne Norska lögreglan leitar enn að Sigrid Schjetne, stúlku sem hvarf fyrr í ágúst. Um helgina var lögð áhersla á að rannsaka símann hennar betur. Lögreglumenn fóru með símann á Østensjø svæðið í Osló, til þess að rekja leiðina sem talið er að Sigrid hafi farið með símann. Erlent 28.8.2012 10:40
Stærsta olíuhreinsistöð Venesúela logar enn Hvorki gengur né rekur hjá slökkviliðsmönnum þeim sem berjast við mikinn eldsvoða í stærstu olíuhreinsistöð Venesúela. Erlent 28.8.2012 08:23
Sprenging við seðlabankann í Aþenu Sprengja sprakk í morgun við eina af starfsstöðvum Seðlababanka Grikklands í Aþenu. Erlent 28.8.2012 07:50
Hassreykingar gera unglinga heimskari Ný rannsókn sem unnin var á Nýja Sjálandi sýnir að ungmenni sem reykja hass og marijúana séu í mikilli hættu á varanlegri greindarskerðingu. Erlent 28.8.2012 07:45
Íshellan á Norðurpólnum ekki minni síðan 1979 Vísindamenn hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segja að íshellan yfir Norðurpólnum hafi ekki verið minni síðan árið 1979 þegar NASA hóf að mæla hana reglulega með upplýsingum frá gervihnöttum. Erlent 28.8.2012 07:24
Þýska leyniþjónustan stjórnar njósnum gegn sýrlenska hernum Þýskir og breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að það sé þýska leyniþjónustan sem stjórni njósnum Vesturveldanna gegn sýrlenska hernum. Erlent 28.8.2012 07:15
Hættuleg björgun sjómanna við Suður Kóreu Björgunarmönnum í Suður Kóreu hefur tekist með miklu harðfylgi að bjarga sex af þeim 30 kínversku sjómönnum sem saknað var í nótt eftir að tveimur skipum þeirra hvolfdi í fellibylnum Bolaven sem nú herjar við Kóreuskagann. Erlent 28.8.2012 07:05
Ísak nálgast fellibylsstyrk, skellur á New Orleans í kvöld Hitabeltisstormurinn Ísak er við það að ná fellibylisstyrk. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana en reiknað er með að Ísak skelli á borgina New Orleans í kvöld. Þá verða liðin nákvæmlega sjö ár frá því að fellibylurinn Katrina lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Erlent 28.8.2012 07:00
Skattamál Helle Thorning Schmidt í brennidepli Skattamál Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur er aftur komið í sviðsljósið vegna máls sem tekið verður fyrir í réttarsal í Söborg í dag. Erlent 28.8.2012 06:53
Talibanarnir myrtu sautján veislugesti Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Erlent 28.8.2012 04:00
Merkel vill breyta sáttmála ESB Angela Merkel Þýskalandskanslari vill kalla leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) saman fyrir lok árs til að ná saman um breytingu á sáttmála sambandsins. Þetta kemur fram í þýska blaðinu Spiegel og vefurinn Euobserver segir frá. Óvíst er hvort Merkel verði að ósk sinni en hún hefur áður lýst yfir vilja til frekari pólitískrar samþættingar ESB-ríkja í skiptum fyrir frekari samruna í efnahagsmálum til að vinna gegn skuldavandanum á evrusvæðinu. Erlent 28.8.2012 03:00
Úrskurður í máli Rachel Corrie í dag Dómstóll í Ísrael mun í dag kveða upp úrskurð í máli foreldra Rachel Corrie sem beið bana á Gaza-ströndinni árið 2003 þegar hún mótmælti eyðileggingu Ísraela á palestínskum heimilum. Rachel Corrie stóð í veginum fyrir jarðýtu og kramdist til bana þegar ýtan ók yfir hana. Erlent 28.8.2012 02:00
Vændisfólk í bílskúr sendiráðsins Tveir starfsmenn kanadísku stjórnarinnar hafa verið í Kaupmannahöfn til að rannsaka meint misferli í sendiráði Kanada í borginni, svo sem misnotkun á eignum sendiráðsins, kynþáttafordóma, einelti, ráðningu svarts vinnuafls og vændi í bílskúr sendiráðsins. Öryggisvörður er sagður hafa sést á myndbandsupptöku með vændisfólk í sendiráðsbíl sem lagt hafði verið í bílskúr sendiráðsins. Erlent 28.8.2012 01:00
Stórtapaði á öryggisgæslu Til stendur að rannsaka öryggisgæslufyrirtækið G4S, en það sá um gæslu á Ólympíuleikunum í London. Gríðarlegt tap varð af því verkefni, en fyrirtækið gat aðeins útvegað 7 þúsund verði af þeim 10.400 sem samið hafði verið um. Guardian greinir frá þessu. Erlent 28.8.2012 00:30
Íslendingar í New Orleans búa sig undir fellibyl Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum fylkjum Bandaríkjanna vegna hitabeltisstormsins Ísaks. Spáð er að hann nái landi annað kvöld. Íslenskur námsmaður í New Orleans ætlar að vera um kyrrt á á heimili sínu meðan Ísak fer yfir, og telur líf sitt ekki í hættu. Erlent 27.8.2012 20:30
Leit hætt - ljónið líklega villiköttur Leit hefur verið hætt að ljóni sem leitað hefur verið að síðasta sólarhring í sveitarfélaginu Essex á suð-austur Englandi. Vopnaðir lögreglumenn hafa leitað að kisa bæði úr lofti og á landi. Erlent 27.8.2012 15:10
Þráðlaus sjúkdómsgreining á tíu mínútum Geimferðastofnun Kanada þróar nú flæðismásjá sem getur greint helstu sjúkdóma á nokkrum mínútum, og það þráðlaust í þokkabót. Erlent 27.8.2012 11:02
Assange óhultur enn um sinn Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir bresk stjórnvöld hafa dregið til baka hótun sína um að ráðast inn ekvadorska sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange. Erlent 27.8.2012 11:00
Náði í 32 lög af netinu og þarf að greiða 82 milljónir Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hafnað kröfu Joels Tenenbaum um að mál hans verði tekið fyrir á ný. Erlent 27.8.2012 09:35
Óhugnaður í Afganistan Fimmtán karlmenn og tvær konur voru hálshöggvin í suðvestur Afganistan í nótt. Lík þeirra fundust í vegkanti nótt. Erlent 27.8.2012 09:11
Tveir ungir piltar drukknuðu við Skotland Tveir ungir piltar, þriggja og fimm ára, létust eftir að kanó sem þeir voru á fór á hvolf undan norðvestur strönd Skotlands í gærkvöld. Erlent 27.8.2012 09:07
Sushi-æðið hækkar verð á laxi Framleiðsla eldislax í Noregi er að nálgast leyfilegt hámark og má búast við verðhækkun, að því er framkvæmdastjóri Grieg Seafood, Morten Vike, segir í viðtali á fréttavef Bergens Tidende. Erlent 27.8.2012 09:00
Flugfélög koma sér undan skattgreiðslum Erlend flugfélög vilja ekki greiða skatta og gjöld fyrir starfsmenn sína í Svíþjóð. Á fréttavef Dagens Nyheter er greint frá því að bæði Ryanair og Norwegian fari í kringum reglurnar með því að ráða fólk í gegnum erlendar starfsmannaleigur á láglaunasvæðum. Erlent 27.8.2012 09:00
Ljón í Essex Lögreglan í Essex í Bretlandi leitar nú að ljóni sem talið er vera á svæðinu. Vopnaðir lögreglumenn leituðu að kattardýrinu í nótt en tvær þyrlu aðstoðuðu við leitina. Tilkynnt var um dýrið í gær en í fyrstu var talið að um gabb væri að ræða. Erlent 27.8.2012 09:00
Grábjörn drap og át göngumann Grábjörn réðst á og drap göngumann í þjóðgarði í Alaska í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem björn verður manni að bana á svæðinu. Erlent 27.8.2012 08:30