Erlent Bretar svari fyrir morðlista Lögfræðingar hafa krafið bresk yfirvöld svara um aðild þeirra að svokölluðum morðlistum. Bandaríkjaher hefur tekið saman lista yfir fólk sem hann telur hættulegt og tekur síðan af lífi, gjarnan með sprengjuárás.Guardian greinir frá þessu. Erlent 10.8.2012 04:00 Brynjar sleppi úr fangelsi Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, er stödd í Taílandi og miðlar málum milli taílenskra stjórnvalda og Brynjars Mettinissonar sem setið hefur í fangelsi þar í landi í fjórtán mánuði. Erlent 10.8.2012 03:00 Lögreglan opinberar myndir Norska lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum af Sigrid Giskegjerde Schjetne. Með myndbirtingunni vonast lögreglan til að fólk geri sér betri mynd af Schjetne. Schjetne sem er sextán ára, hefur verið saknað frá aðfaranótt sunnudags. Erlent 10.8.2012 02:15 Vísað í hryðjuverk við ákæru David C. Gorczynski, 22 ára mótmælandi úr Occupy Wall Street-hreyfingunni, hefur verið ákærður fyrir tilraun til bankaráns. Ákæran byggir á lögum gegn tengslum við hryðjuverk. Gorczynski gekk inn í útibú Wells Fargo banka í smábænum Easton í Pennsylvaníu. Hann hélt á skiltum sem á stóð „Það er verið að ræna ykkur“ og „Afhendið manni byssu og hann getur rænt banka. Afhendið manni banka og hann getur rænt heilt land.“ Erlent 10.8.2012 02:00 Minntust sprengjunnar í Nagasaki Þess var minnst í Nagasaki í dag að 67 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Erlent 9.8.2012 21:30 Er vernduð tjáning að ýta á „like“? Er það hluti af tjáningarfrelsi hvers manns að ýta á "like" hnappinn á facebook? Þessari spurningu verður brátt svarað fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Erlent 9.8.2012 21:00 Lögreglan fær ekki upplýsingar frá Facebook Forsvarsmenn Facebook neita að veita lögreglunni í Osló aðgang að facebooksvæði Sigrid Giskegjerde Schjetne, norskrar sextán ára stúlku, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag. Stúlkan var stödd skammt frá heimili sínu þegar hún hvarf. Síðustu ummerki um hana er sms sem hún skrifaði um helgina þar sem hún segir "tjilla heima". Erlent 9.8.2012 14:12 Curiosity opnar augu sín Curiosity hefur loks opnað augu sín. Farið hefur nú rétt úr mastri sínu og notað leiðsögubúnaðinn í fyrsta sinn. Um leið gat Curiosity smellt af nokkrum myndum. Erlent 9.8.2012 11:39 The Avengers 2 staðfest - Whedon snýr aftur Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Joss Whedon hefur samið við Disney um að setjast aftur í leikstjórastólinn fyrir næstu kvikmyndina um The Avengers. Erlent 9.8.2012 10:06 Gu Kailai játar morðið á Haywood Málflutningi í máli Gu Kailai er lokið. Hún er eiginkona Bos Xilais, fyrrum leiðtoga flokksdeildar Kommúnistaflokks Kína í Chongqing-héraðinu. Erlent 9.8.2012 09:32 Bandaríkjamenn aðstoða við hreinsunarstarf í Víetnam Fimmtíu árum eftir að bandarískar herþotur létu hið alræmda plöntueitur Agent Orange rigna yfir skógarþykknið í Víetnam hafa yfirvöld í Bandaríkjunum ákveðið að beita sér í hreinsun svæðisins. Eftir að eitrið var notað myndaðist mikið díoxín en það er aukaafurð laufeyðirsins. Erlent 9.8.2012 08:39 Leiðtogafundur í Íran um Sýrland Yfirvöld í Íran munu halda leiðtogafund um ástandið í Sýrlandi. Íran er eini bandamaður Sýrlands í þessum heimshluta. Erlent 9.8.2012 08:33 Leiðtogi sértrúarsafnaðar ákærður Lögreglan í Rússlandi hefur ákært leiðtoga sértrúarsafnaðar í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan fyrir slæma meðferð á börnum. Erlent 9.8.2012 07:45 Madonna setur á sig lambhúshettu Poppstjarnan Madonna lýsti enn á ný yfir stuðningi við meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í gær. Erlent 9.8.2012 07:45 Sækja veikan vísindamann á Suðurheimskautinu Hópur björgunarmanna aðstoða nú vísindamenn á Suðurheimskautinu. Tilkynnt var alvarlega veikan vísindamanna á McMurdo rannsóknarstöðinni í gær. Erlent 9.8.2012 07:15 Curiosity lyftir mastri sínu Snjalljeppinn Curiosity býr sig nú undir að hefja leiðangur sinn um Mars. Farið lyfti mastri sínu í gær og notaði leiðsögubúnað sinn í fyrsta sinn. Erlent 9.8.2012 06:58 Armstrong gekkst undir hjáveituaðgerð Geimfarinn Neil Armstrong, fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu, gekkst undir hjáveituaðgerð í vikunni. Erlent 9.8.2012 06:55 Hvít-Rússar og Svíar í diplómatískri deilu Hvít-Rússar og Svíar deila nú um leikfangabangsa sem féllu af himnum ofan. Málið hófst þegar sænskt almannatengslafyrirtæki dreifði 800 böngsum til Hvít-Rússa úr flugvél. Bangsarnir féllu til jarðar í litlum fallhlífum en á þeim voru hvatningarorð til landsmanna um að berjast fyrir mannréttindum. Erlent 9.8.2012 06:44 Assad gerir þungar árásir á Aleppo Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Erlent 9.8.2012 05:00 Madonna biður fyrir Pussy Riot Bandaríski tónlistarmaðurinn Madonna kveðst biðja fyrir því að stúlkurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot verði látnar lausar. Þetta kom fram á tónleikum hennar í Moskvu í fyrrakvöld. Erlent 9.8.2012 04:30 Landamærum Egypta að Gasa lokað Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. Erlent 9.8.2012 04:00 Leitin í Noregi hefur engan árangur borið Lögreglan í Ósló hefur breytt leitinni að Sigrid Giskegjerdet Schjetne, sextán ára stúlku sem saknað hefur verið frá því á aðfaranótt sunnudags. Erlent 9.8.2012 03:00 Var syndari en er nú dýrlingur Hinn 54 ára Marvin Wilson var tekinn af lífi í Texas á þriðjudagskvöldið með eitursprautu. Erlent 9.8.2012 02:30 Ól börn upp neðanjarðar Æðstiprestur og spámaður sértrúarsafnaðar í Rússlandi hefur verið ákræður fyrir illa meðferð á börnum. Hann hafði læst tugi barna í grafhvelfingum á átta hæðum undir heimili sínu. Talið er að sum þeirra hafi aldrei séð dagsins ljós. Erlent 9.8.2012 02:00 Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni. Erlent 8.8.2012 20:26 Tökur hafnar á Arrested Development Tökur á fjórðu þáttaröð grínþáttanna Arrested Development hófust í gær. Jason Bateman sem leikur Michael Bluth í þáttunum skellti í gær mynd af tökustað inn á Twitter síðu sína undir orðunum"First Day. Away we go..." eða "Dagur eitt. Hér kemur það ...“ Erlent 8.8.2012 18:24 Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða. Erlent 8.8.2012 14:47 Mikil skjálftavirkni við Tongariro Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð. Erlent 8.8.2012 14:30 Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. Erlent 8.8.2012 14:00 Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. Erlent 8.8.2012 13:26 « ‹ ›
Bretar svari fyrir morðlista Lögfræðingar hafa krafið bresk yfirvöld svara um aðild þeirra að svokölluðum morðlistum. Bandaríkjaher hefur tekið saman lista yfir fólk sem hann telur hættulegt og tekur síðan af lífi, gjarnan með sprengjuárás.Guardian greinir frá þessu. Erlent 10.8.2012 04:00
Brynjar sleppi úr fangelsi Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, er stödd í Taílandi og miðlar málum milli taílenskra stjórnvalda og Brynjars Mettinissonar sem setið hefur í fangelsi þar í landi í fjórtán mánuði. Erlent 10.8.2012 03:00
Lögreglan opinberar myndir Norska lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum af Sigrid Giskegjerde Schjetne. Með myndbirtingunni vonast lögreglan til að fólk geri sér betri mynd af Schjetne. Schjetne sem er sextán ára, hefur verið saknað frá aðfaranótt sunnudags. Erlent 10.8.2012 02:15
Vísað í hryðjuverk við ákæru David C. Gorczynski, 22 ára mótmælandi úr Occupy Wall Street-hreyfingunni, hefur verið ákærður fyrir tilraun til bankaráns. Ákæran byggir á lögum gegn tengslum við hryðjuverk. Gorczynski gekk inn í útibú Wells Fargo banka í smábænum Easton í Pennsylvaníu. Hann hélt á skiltum sem á stóð „Það er verið að ræna ykkur“ og „Afhendið manni byssu og hann getur rænt banka. Afhendið manni banka og hann getur rænt heilt land.“ Erlent 10.8.2012 02:00
Minntust sprengjunnar í Nagasaki Þess var minnst í Nagasaki í dag að 67 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Erlent 9.8.2012 21:30
Er vernduð tjáning að ýta á „like“? Er það hluti af tjáningarfrelsi hvers manns að ýta á "like" hnappinn á facebook? Þessari spurningu verður brátt svarað fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Erlent 9.8.2012 21:00
Lögreglan fær ekki upplýsingar frá Facebook Forsvarsmenn Facebook neita að veita lögreglunni í Osló aðgang að facebooksvæði Sigrid Giskegjerde Schjetne, norskrar sextán ára stúlku, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag. Stúlkan var stödd skammt frá heimili sínu þegar hún hvarf. Síðustu ummerki um hana er sms sem hún skrifaði um helgina þar sem hún segir "tjilla heima". Erlent 9.8.2012 14:12
Curiosity opnar augu sín Curiosity hefur loks opnað augu sín. Farið hefur nú rétt úr mastri sínu og notað leiðsögubúnaðinn í fyrsta sinn. Um leið gat Curiosity smellt af nokkrum myndum. Erlent 9.8.2012 11:39
The Avengers 2 staðfest - Whedon snýr aftur Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Joss Whedon hefur samið við Disney um að setjast aftur í leikstjórastólinn fyrir næstu kvikmyndina um The Avengers. Erlent 9.8.2012 10:06
Gu Kailai játar morðið á Haywood Málflutningi í máli Gu Kailai er lokið. Hún er eiginkona Bos Xilais, fyrrum leiðtoga flokksdeildar Kommúnistaflokks Kína í Chongqing-héraðinu. Erlent 9.8.2012 09:32
Bandaríkjamenn aðstoða við hreinsunarstarf í Víetnam Fimmtíu árum eftir að bandarískar herþotur létu hið alræmda plöntueitur Agent Orange rigna yfir skógarþykknið í Víetnam hafa yfirvöld í Bandaríkjunum ákveðið að beita sér í hreinsun svæðisins. Eftir að eitrið var notað myndaðist mikið díoxín en það er aukaafurð laufeyðirsins. Erlent 9.8.2012 08:39
Leiðtogafundur í Íran um Sýrland Yfirvöld í Íran munu halda leiðtogafund um ástandið í Sýrlandi. Íran er eini bandamaður Sýrlands í þessum heimshluta. Erlent 9.8.2012 08:33
Leiðtogi sértrúarsafnaðar ákærður Lögreglan í Rússlandi hefur ákært leiðtoga sértrúarsafnaðar í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan fyrir slæma meðferð á börnum. Erlent 9.8.2012 07:45
Madonna setur á sig lambhúshettu Poppstjarnan Madonna lýsti enn á ný yfir stuðningi við meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í gær. Erlent 9.8.2012 07:45
Sækja veikan vísindamann á Suðurheimskautinu Hópur björgunarmanna aðstoða nú vísindamenn á Suðurheimskautinu. Tilkynnt var alvarlega veikan vísindamanna á McMurdo rannsóknarstöðinni í gær. Erlent 9.8.2012 07:15
Curiosity lyftir mastri sínu Snjalljeppinn Curiosity býr sig nú undir að hefja leiðangur sinn um Mars. Farið lyfti mastri sínu í gær og notaði leiðsögubúnað sinn í fyrsta sinn. Erlent 9.8.2012 06:58
Armstrong gekkst undir hjáveituaðgerð Geimfarinn Neil Armstrong, fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu, gekkst undir hjáveituaðgerð í vikunni. Erlent 9.8.2012 06:55
Hvít-Rússar og Svíar í diplómatískri deilu Hvít-Rússar og Svíar deila nú um leikfangabangsa sem féllu af himnum ofan. Málið hófst þegar sænskt almannatengslafyrirtæki dreifði 800 böngsum til Hvít-Rússa úr flugvél. Bangsarnir féllu til jarðar í litlum fallhlífum en á þeim voru hvatningarorð til landsmanna um að berjast fyrir mannréttindum. Erlent 9.8.2012 06:44
Assad gerir þungar árásir á Aleppo Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Erlent 9.8.2012 05:00
Madonna biður fyrir Pussy Riot Bandaríski tónlistarmaðurinn Madonna kveðst biðja fyrir því að stúlkurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot verði látnar lausar. Þetta kom fram á tónleikum hennar í Moskvu í fyrrakvöld. Erlent 9.8.2012 04:30
Landamærum Egypta að Gasa lokað Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. Erlent 9.8.2012 04:00
Leitin í Noregi hefur engan árangur borið Lögreglan í Ósló hefur breytt leitinni að Sigrid Giskegjerdet Schjetne, sextán ára stúlku sem saknað hefur verið frá því á aðfaranótt sunnudags. Erlent 9.8.2012 03:00
Var syndari en er nú dýrlingur Hinn 54 ára Marvin Wilson var tekinn af lífi í Texas á þriðjudagskvöldið með eitursprautu. Erlent 9.8.2012 02:30
Ól börn upp neðanjarðar Æðstiprestur og spámaður sértrúarsafnaðar í Rússlandi hefur verið ákræður fyrir illa meðferð á börnum. Hann hafði læst tugi barna í grafhvelfingum á átta hæðum undir heimili sínu. Talið er að sum þeirra hafi aldrei séð dagsins ljós. Erlent 9.8.2012 02:00
Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni. Erlent 8.8.2012 20:26
Tökur hafnar á Arrested Development Tökur á fjórðu þáttaröð grínþáttanna Arrested Development hófust í gær. Jason Bateman sem leikur Michael Bluth í þáttunum skellti í gær mynd af tökustað inn á Twitter síðu sína undir orðunum"First Day. Away we go..." eða "Dagur eitt. Hér kemur það ...“ Erlent 8.8.2012 18:24
Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða. Erlent 8.8.2012 14:47
Mikil skjálftavirkni við Tongariro Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð. Erlent 8.8.2012 14:30
Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. Erlent 8.8.2012 14:00
Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. Erlent 8.8.2012 13:26