Erlent Stærsti skúlptur veraldar rís í Abu Dhabi Stærsti manngerði skúlptúr veraldar mun brátt rísa í Abu Dhabi. Verkið verður rúmlega 150 metrar á hæð og verður reist úr tæplega 410 þúsund olíutunnum. Erlent 27.11.2012 12:26 Siglt í fyrsta sinn að veturlagi með gas Flutningaskipið Ob River er þessa dagana á siglingu frá Noregi norður fyrir Rússland og til Japans með fullfermi af jarðgasi. Erlent 27.11.2012 08:00 Minni líkur á aðskilnaði Þrátt fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi borið sigur úr býtum í kosningum í Katalóníu skiptust atkvæðin á milli flokka sem eiga erfitt með að starfa saman.Flokkar aðskilnaðarsinna í héraðsþingi Katalóníu fengu góðan meirihluta í kosningum á sunnudag. Litlar líkur eru þó á að þessir flokkar geti starfað saman, þar sem þeir eru hvor af sínum enda hins pólitíska litrófs. Erlent 27.11.2012 08:00 Matseðill frá Titanic seldur á 13 milljónir Matseðill frá fyrsta farrými á farþegaskipinu Titanic hefur verið seldur á uppboði í Englandi fyrir 13 milljónir króna. Erlent 27.11.2012 06:53 Lík Yasser Arafats krufið í dag Lík Yasser Arafats fyrrum leiðtoga Palestínumanna verður krufið í dag. Grunsemdir eru upp um að Arafat hafi verið byrlað hið geislavirka efni pólon og hann hafi látist af þeirri eitrun. Erlent 27.11.2012 06:37 Portúgal hættir við þátttöku í Eurovision vegna fátæktar Portúgal hefur ákveðið að hætta við þátttöku landsins í Eurovision eða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Erlent 27.11.2012 06:34 Leikari í Two and a Half Men segir þáttinn vera óþverra Mikið uppnám ríkir nú meðal aðstandenda sjónvarpsþáttanna Two and a Half Men eftir að einn af leikurunum í þáttunum sagði opinberlega að þeir væru óþverri og hvatti sjónvarpsáhorfendur til að sniðganga þá. Erlent 27.11.2012 06:27 Læknirinn að baki fyrstu líffæraígræðslunni er látin Bandaríski læknirinn og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Murray er látinn 93 ára að aldri eftir hjartaáfall. Erlent 27.11.2012 06:24 Ódauðleiki innan seilingar Vísindamenn telja mögulegt að stöðva öldrun. Erlent 26.11.2012 21:43 Heimspekingar og vísindamenn munu berjast við ofurtölvurnar Sérstakur verkefnahópur á vegum Cambridge-háskóla í Bretlandi mun verja hagsmuni mannkyns þegar ofurgreindar tölvur gera uppreisn. Erlent 26.11.2012 17:12 Munu dvelja í eitt ár í ISS Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst brjóta blað í sögu geimvísindanna árið 2015 en þá munu tveir geimfarar hefja tólf mánaða dvöl sína í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS. Erlent 26.11.2012 16:18 Uppátækjasöm dóttir vekur heimsathygli Ljósmynd sem tekin var af hinni 22 ára gömlu Samönthu Busch við Miklagljúfur í Bandaríkjunum fer nú sem eldur um sinu á veraldarvefnum. Erlent 26.11.2012 15:30 Eiginkona til 19 ára reyndist vera karlmaður Belgískur maður hefur farið fram á ógildingu hjónabands eftir að hann komst að því að eiginkona hans til nítján ára hafði eitt sinn verið karlmaður. Erlent 26.11.2012 14:58 Hreyfimyndir af ódæði Breiviks birtar í fyrsta skipti Myndskeið birtist í fyrsta sinn í dag af því þegar Anders Behring Breivik leggur bílnum með sprengjunni í Stjórnarráðshverfinu í Osló og gengur síðan burt hröðum skrefum. Erlent 26.11.2012 14:16 Klasasprengju varpað á leikvöll - Tíu börn létust Tíu börn létust í Sýrlandi í dag þegar herþota stjórnarhersins varpaði klasasprengju á litinn leikvöll í þorpinu, Deir al-Asafir, rétt austan við höfuðborgina Damaskus. Erlent 26.11.2012 14:15 Matador slær aftur í gegn Um helmingur dönsku þjóðarinnar situr límdur við skjáinn þegar þættirnir eru endursýndir. Erlent 26.11.2012 14:00 Aukin streita fylgir mörgum vinum Stór og fjölbreyttur hópur vina á samskiptamiðlinum Facebook getur leitt til líkamlegrar og andlegrar þreytu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af sérfræðingum við viðskiptaháskólann í Edinborg. Erlent 26.11.2012 13:40 Heilinn rotnar af reykingum Reykingar valda því að minnið skemmist og hæfileikinn til þess að læra og rökleiða minnkar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í King´s College háskólanum í Lundúnum. Það má því segja að heilinn rotni af reykingum. Rannsóknin náði til 8800 manns, sem allir eru eldri en 50. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu Age and Agening, benda til þess að ofþyngd og hár blóðþrýstingur hafi líka slæm áhrif á heilann en ekki eins slæm og reykingar. Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að fólk verði að gera sér grein fyrir því að lífstíll þeirra geti haft áhrif á heilann, alveg eins og hann getur haft áhrif á líkamann. Erlent 26.11.2012 10:10 Eitruð hóstasaft hefur kostað 13 mannslíf í Pakistan Eitruð hóstasaft hefur orðið 13 manns að bana í borginni Lahore í Pakistan. Sökum þessa hafa borgaryfirvöld lokað nokkrum apótekum í borginni og einni lyfjaverksmiðju. Erlent 26.11.2012 09:33 Trillukarl veiddi 500 kg bláuggatúnfisk Kanadískur trillukarl datt í lukkupottinn um helgina þegar hann setti í risavaxinn bláuggatúnfisk undan ströndum Nova Scotia í Kanada. Erlent 26.11.2012 08:09 Mikill skortur á leikskólakennurum í Malmö Mikill skortur er á leikskólakennurum í Malmö í Svíþjóð og ætla borgaryfirvöld þar að reyna að lokka til sín leikskólakennara frá Kaupmannahöfn til að fylla í lausar stöður. Erlent 26.11.2012 06:34 Bíræfnum þjófum tókst að stela 18 tonnum af súkkulaði Bífæfnum þjófum tókst að ræna 18 tonnum af súkkulaði frá súkkulaðigerð í bænum Bludenz í Austurríki í síðustu viku. Erlent 26.11.2012 06:19 Ekkert lát á úrhelli og flóðum á Bretlandseyjum Óveður það sem herjað hefur á sunnanverðum Bretlandseyjum um helgina með stormi og miklu úrhelli mun færa sig norður á bóginn í dag. Erlent 26.11.2012 06:10 Þjóðaratkvæðagreiðsla úr sögunni í Katalóníu í bili Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðskilnað Katalóníu frá Spáni er úr sögunni í bili a.m.k. Þetta er niðurstaða kosninganna til héraðsþings Katalóníu um helgina. Erlent 26.11.2012 06:05 Dallas heldur áfram - JR verður skrifaður út úr þáttunum Dallas-sjónvarpsþættirnir halda áfram göngu sinni þrátt fyrir að Larry Hagman sé látinn en hann lék eina aðalsögupersónuna, JR Ewing. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum en til stendur að frumsýna nýja seríu í lok janúar á næsta ári. Framleiðendur þáttanna segja að þó þurfi að gera breytingar á handritinu og skrifa inn andlát JR. Hagman lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í lifur. Erlent 25.11.2012 14:07 Vinningshafinn fær 54 milljarða í vinning Yfirmenn í Kraftbolta-happadrættisins í Iowa-ríki í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að enginn hefði verið með allar tölurnar réttar þegar dregið var út á dögunum. Það þýðir í næsta drætti verða 425 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 54 milljarðar íslenskra króna, í vinning. Það er hæsta upphæð í sögu happadrættisins. Árið 2006 vann starfsmaður í matvöruverksmiðju 365 milljónir bandaríkjadala. Ekki að það skipti máli fyrir okkur hérna á Íslandi, en þá voru tölurnar í gær 22 - 32 - 37 - 44 - 55 og bónustalan, eða kraftboltinn, var 34. Erlent 25.11.2012 13:49 Aðdáendur Bieber brjálaðir - Umboðsmaður hans vakti fyrst athygli á laginu Myndbandið við hið geysivinsæla lag Gangnam Style, með suður-kóreska tónlistarmanninum Psy, varð í gær vinsælasta myndband allra tíma á YouTube. Erlent 25.11.2012 11:52 Vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Stuðningsmönnum þess að sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á Spáni verði sjálfstætt og skilið frá Spáni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, en þjóðernissinnar í Katalóníu vilja halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um málið. Erlent 25.11.2012 10:41 Mannskæður eldsvoði í verksmiðju Yfir hundrað létust í eldsvoða sem braust út í fataverksmiðju í höfuðborg Bangladesh, Dhaka, seint í gærkvöldi. Verksmiðjan er á mörgum hæðum í úthverfi höfuðborgarinnar. Erlent 25.11.2012 09:37 Gangnam Style vinsælasta lagið á YouTube frá upphafi Myndbandið við lagið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum Psy er vinsælasta myndbandið í sögu Youtube.com. Búið er að horfa á myndbandið yfir 805 milljón sinnum. Þetta er ótrúlegur árangur því myndbandið var sett inn á síðuna í júlí á þessu ári. Fyrir átti söngvarinn Justin Bieber vinsælasta myndbandið við lagið Baby. Erlent 24.11.2012 20:30 « ‹ ›
Stærsti skúlptur veraldar rís í Abu Dhabi Stærsti manngerði skúlptúr veraldar mun brátt rísa í Abu Dhabi. Verkið verður rúmlega 150 metrar á hæð og verður reist úr tæplega 410 þúsund olíutunnum. Erlent 27.11.2012 12:26
Siglt í fyrsta sinn að veturlagi með gas Flutningaskipið Ob River er þessa dagana á siglingu frá Noregi norður fyrir Rússland og til Japans með fullfermi af jarðgasi. Erlent 27.11.2012 08:00
Minni líkur á aðskilnaði Þrátt fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi borið sigur úr býtum í kosningum í Katalóníu skiptust atkvæðin á milli flokka sem eiga erfitt með að starfa saman.Flokkar aðskilnaðarsinna í héraðsþingi Katalóníu fengu góðan meirihluta í kosningum á sunnudag. Litlar líkur eru þó á að þessir flokkar geti starfað saman, þar sem þeir eru hvor af sínum enda hins pólitíska litrófs. Erlent 27.11.2012 08:00
Matseðill frá Titanic seldur á 13 milljónir Matseðill frá fyrsta farrými á farþegaskipinu Titanic hefur verið seldur á uppboði í Englandi fyrir 13 milljónir króna. Erlent 27.11.2012 06:53
Lík Yasser Arafats krufið í dag Lík Yasser Arafats fyrrum leiðtoga Palestínumanna verður krufið í dag. Grunsemdir eru upp um að Arafat hafi verið byrlað hið geislavirka efni pólon og hann hafi látist af þeirri eitrun. Erlent 27.11.2012 06:37
Portúgal hættir við þátttöku í Eurovision vegna fátæktar Portúgal hefur ákveðið að hætta við þátttöku landsins í Eurovision eða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Erlent 27.11.2012 06:34
Leikari í Two and a Half Men segir þáttinn vera óþverra Mikið uppnám ríkir nú meðal aðstandenda sjónvarpsþáttanna Two and a Half Men eftir að einn af leikurunum í þáttunum sagði opinberlega að þeir væru óþverri og hvatti sjónvarpsáhorfendur til að sniðganga þá. Erlent 27.11.2012 06:27
Læknirinn að baki fyrstu líffæraígræðslunni er látin Bandaríski læknirinn og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Murray er látinn 93 ára að aldri eftir hjartaáfall. Erlent 27.11.2012 06:24
Heimspekingar og vísindamenn munu berjast við ofurtölvurnar Sérstakur verkefnahópur á vegum Cambridge-háskóla í Bretlandi mun verja hagsmuni mannkyns þegar ofurgreindar tölvur gera uppreisn. Erlent 26.11.2012 17:12
Munu dvelja í eitt ár í ISS Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst brjóta blað í sögu geimvísindanna árið 2015 en þá munu tveir geimfarar hefja tólf mánaða dvöl sína í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS. Erlent 26.11.2012 16:18
Uppátækjasöm dóttir vekur heimsathygli Ljósmynd sem tekin var af hinni 22 ára gömlu Samönthu Busch við Miklagljúfur í Bandaríkjunum fer nú sem eldur um sinu á veraldarvefnum. Erlent 26.11.2012 15:30
Eiginkona til 19 ára reyndist vera karlmaður Belgískur maður hefur farið fram á ógildingu hjónabands eftir að hann komst að því að eiginkona hans til nítján ára hafði eitt sinn verið karlmaður. Erlent 26.11.2012 14:58
Hreyfimyndir af ódæði Breiviks birtar í fyrsta skipti Myndskeið birtist í fyrsta sinn í dag af því þegar Anders Behring Breivik leggur bílnum með sprengjunni í Stjórnarráðshverfinu í Osló og gengur síðan burt hröðum skrefum. Erlent 26.11.2012 14:16
Klasasprengju varpað á leikvöll - Tíu börn létust Tíu börn létust í Sýrlandi í dag þegar herþota stjórnarhersins varpaði klasasprengju á litinn leikvöll í þorpinu, Deir al-Asafir, rétt austan við höfuðborgina Damaskus. Erlent 26.11.2012 14:15
Matador slær aftur í gegn Um helmingur dönsku þjóðarinnar situr límdur við skjáinn þegar þættirnir eru endursýndir. Erlent 26.11.2012 14:00
Aukin streita fylgir mörgum vinum Stór og fjölbreyttur hópur vina á samskiptamiðlinum Facebook getur leitt til líkamlegrar og andlegrar þreytu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af sérfræðingum við viðskiptaháskólann í Edinborg. Erlent 26.11.2012 13:40
Heilinn rotnar af reykingum Reykingar valda því að minnið skemmist og hæfileikinn til þess að læra og rökleiða minnkar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í King´s College háskólanum í Lundúnum. Það má því segja að heilinn rotni af reykingum. Rannsóknin náði til 8800 manns, sem allir eru eldri en 50. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu Age and Agening, benda til þess að ofþyngd og hár blóðþrýstingur hafi líka slæm áhrif á heilann en ekki eins slæm og reykingar. Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að fólk verði að gera sér grein fyrir því að lífstíll þeirra geti haft áhrif á heilann, alveg eins og hann getur haft áhrif á líkamann. Erlent 26.11.2012 10:10
Eitruð hóstasaft hefur kostað 13 mannslíf í Pakistan Eitruð hóstasaft hefur orðið 13 manns að bana í borginni Lahore í Pakistan. Sökum þessa hafa borgaryfirvöld lokað nokkrum apótekum í borginni og einni lyfjaverksmiðju. Erlent 26.11.2012 09:33
Trillukarl veiddi 500 kg bláuggatúnfisk Kanadískur trillukarl datt í lukkupottinn um helgina þegar hann setti í risavaxinn bláuggatúnfisk undan ströndum Nova Scotia í Kanada. Erlent 26.11.2012 08:09
Mikill skortur á leikskólakennurum í Malmö Mikill skortur er á leikskólakennurum í Malmö í Svíþjóð og ætla borgaryfirvöld þar að reyna að lokka til sín leikskólakennara frá Kaupmannahöfn til að fylla í lausar stöður. Erlent 26.11.2012 06:34
Bíræfnum þjófum tókst að stela 18 tonnum af súkkulaði Bífæfnum þjófum tókst að ræna 18 tonnum af súkkulaði frá súkkulaðigerð í bænum Bludenz í Austurríki í síðustu viku. Erlent 26.11.2012 06:19
Ekkert lát á úrhelli og flóðum á Bretlandseyjum Óveður það sem herjað hefur á sunnanverðum Bretlandseyjum um helgina með stormi og miklu úrhelli mun færa sig norður á bóginn í dag. Erlent 26.11.2012 06:10
Þjóðaratkvæðagreiðsla úr sögunni í Katalóníu í bili Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðskilnað Katalóníu frá Spáni er úr sögunni í bili a.m.k. Þetta er niðurstaða kosninganna til héraðsþings Katalóníu um helgina. Erlent 26.11.2012 06:05
Dallas heldur áfram - JR verður skrifaður út úr þáttunum Dallas-sjónvarpsþættirnir halda áfram göngu sinni þrátt fyrir að Larry Hagman sé látinn en hann lék eina aðalsögupersónuna, JR Ewing. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum en til stendur að frumsýna nýja seríu í lok janúar á næsta ári. Framleiðendur þáttanna segja að þó þurfi að gera breytingar á handritinu og skrifa inn andlát JR. Hagman lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í lifur. Erlent 25.11.2012 14:07
Vinningshafinn fær 54 milljarða í vinning Yfirmenn í Kraftbolta-happadrættisins í Iowa-ríki í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að enginn hefði verið með allar tölurnar réttar þegar dregið var út á dögunum. Það þýðir í næsta drætti verða 425 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 54 milljarðar íslenskra króna, í vinning. Það er hæsta upphæð í sögu happadrættisins. Árið 2006 vann starfsmaður í matvöruverksmiðju 365 milljónir bandaríkjadala. Ekki að það skipti máli fyrir okkur hérna á Íslandi, en þá voru tölurnar í gær 22 - 32 - 37 - 44 - 55 og bónustalan, eða kraftboltinn, var 34. Erlent 25.11.2012 13:49
Aðdáendur Bieber brjálaðir - Umboðsmaður hans vakti fyrst athygli á laginu Myndbandið við hið geysivinsæla lag Gangnam Style, með suður-kóreska tónlistarmanninum Psy, varð í gær vinsælasta myndband allra tíma á YouTube. Erlent 25.11.2012 11:52
Vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Stuðningsmönnum þess að sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á Spáni verði sjálfstætt og skilið frá Spáni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, en þjóðernissinnar í Katalóníu vilja halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um málið. Erlent 25.11.2012 10:41
Mannskæður eldsvoði í verksmiðju Yfir hundrað létust í eldsvoða sem braust út í fataverksmiðju í höfuðborg Bangladesh, Dhaka, seint í gærkvöldi. Verksmiðjan er á mörgum hæðum í úthverfi höfuðborgarinnar. Erlent 25.11.2012 09:37
Gangnam Style vinsælasta lagið á YouTube frá upphafi Myndbandið við lagið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum Psy er vinsælasta myndbandið í sögu Youtube.com. Búið er að horfa á myndbandið yfir 805 milljón sinnum. Þetta er ótrúlegur árangur því myndbandið var sett inn á síðuna í júlí á þessu ári. Fyrir átti söngvarinn Justin Bieber vinsælasta myndbandið við lagið Baby. Erlent 24.11.2012 20:30