Erlent

Minni líkur á aðskilnaði

Þrátt fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi borið sigur úr býtum í kosningum í Katalóníu skiptust atkvæðin á milli flokka sem eiga erfitt með að starfa saman.Flokkar aðskilnaðarsinna í héraðsþingi Katalóníu fengu góðan meirihluta í kosningum á sunnudag. Litlar líkur eru þó á að þessir flokkar geti starfað saman, þar sem þeir eru hvor af sínum enda hins pólitíska litrófs.

Erlent

Lík Yasser Arafats krufið í dag

Lík Yasser Arafats fyrrum leiðtoga Palestínumanna verður krufið í dag. Grunsemdir eru upp um að Arafat hafi verið byrlað hið geislavirka efni pólon og hann hafi látist af þeirri eitrun.

Erlent

Munu dvelja í eitt ár í ISS

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst brjóta blað í sögu geimvísindanna árið 2015 en þá munu tveir geimfarar hefja tólf mánaða dvöl sína í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS.

Erlent

Aukin streita fylgir mörgum vinum

Stór og fjölbreyttur hópur vina á samskiptamiðlinum Facebook getur leitt til líkamlegrar og andlegrar þreytu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af sérfræðingum við viðskiptaháskólann í Edinborg.

Erlent

Heilinn rotnar af reykingum

Reykingar valda því að minnið skemmist og hæfileikinn til þess að læra og rökleiða minnkar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í King´s College háskólanum í Lundúnum. Það má því segja að heilinn rotni af reykingum. Rannsóknin náði til 8800 manns, sem allir eru eldri en 50. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu Age and Agening, benda til þess að ofþyngd og hár blóðþrýstingur hafi líka slæm áhrif á heilann en ekki eins slæm og reykingar. Vísindamennirnir að baki rannsókninni segja að fólk verði að gera sér grein fyrir því að lífstíll þeirra geti haft áhrif á heilann, alveg eins og hann getur haft áhrif á líkamann.

Erlent

Dallas heldur áfram - JR verður skrifaður út úr þáttunum

Dallas-sjónvarpsþættirnir halda áfram göngu sinni þrátt fyrir að Larry Hagman sé látinn en hann lék eina aðalsögupersónuna, JR Ewing. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum en til stendur að frumsýna nýja seríu í lok janúar á næsta ári. Framleiðendur þáttanna segja að þó þurfi að gera breytingar á handritinu og skrifa inn andlát JR. Hagman lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í lifur.

Erlent

Vinningshafinn fær 54 milljarða í vinning

Yfirmenn í Kraftbolta-happadrættisins í Iowa-ríki í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að enginn hefði verið með allar tölurnar réttar þegar dregið var út á dögunum. Það þýðir í næsta drætti verða 425 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 54 milljarðar íslenskra króna, í vinning. Það er hæsta upphæð í sögu happadrættisins. Árið 2006 vann starfsmaður í matvöruverksmiðju 365 milljónir bandaríkjadala. Ekki að það skipti máli fyrir okkur hérna á Íslandi, en þá voru tölurnar í gær 22 - 32 - 37 - 44 - 55 og bónustalan, eða kraftboltinn, var 34.

Erlent

Vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Stuðningsmönnum þess að sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á Spáni verði sjálfstætt og skilið frá Spáni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, en þjóðernissinnar í Katalóníu vilja halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um málið.

Erlent

Mannskæður eldsvoði í verksmiðju

Yfir hundrað létust í eldsvoða sem braust út í fataverksmiðju í höfuðborg Bangladesh, Dhaka, seint í gærkvöldi. Verksmiðjan er á mörgum hæðum í úthverfi höfuðborgarinnar.

Erlent

Gangnam Style vinsælasta lagið á YouTube frá upphafi

Myndbandið við lagið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum Psy er vinsælasta myndbandið í sögu Youtube.com. Búið er að horfa á myndbandið yfir 805 milljón sinnum. Þetta er ótrúlegur árangur því myndbandið var sett inn á síðuna í júlí á þessu ári. Fyrir átti söngvarinn Justin Bieber vinsælasta myndbandið við lagið Baby.

Erlent