Erlent

Kallaður hinn egypski Stjáni blái

Kraftlyftingakappinn Mústafa Ismaíl frá Egyptalandi stendur í ströngu um þessar mundir en hann bíður þess að heyra frá forsvarsmönnum heimsmetabókar Guinness hvort risavaxnir upphandleggir hans fáist viðurkenndir sem heimsmet.

Erlent

Skipta landinu upp á milli sín

Vélhjólaglæpagengin Hells Angels og Bandidos vinna nú að því að skipta Danmörku upp í sitt hvort áhrifasvæðið. Þetta segir í frétt B.T. og er vísað til heimilda innan lögreglu og gengjanna.

Erlent

Palestínumenn vongóðir um samþykki

Nokkuð öruggt þykir að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fallist á að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis þegar gengið verður til atkvæða um ályktun þess efnis í dag eða á morgun, enda hafa meira en tveir þriðju hlutar aðildarríkja SÞ þegar viðurkennt sjálfstæði Palestínu.

Erlent

Vill reisa 80 þúsund manna nýlendu á Mars

"Könnun er sjálft eðli Bandaríkjamanna og andi Bandaríkjanna kristallast í landkönnun." Þetta sagði auðkýfingurinn Elon Musk, stofnandi PayPal og SpaceX, í samtali við Bandaríska fjölmiðla á dögunum.

Erlent

Hobbitaæði grípur um sig á Nýja Sjálandi

Algert Hobbitaæði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi en þar er búið að frumsýna nýjustu mynd Peters Jackson, sem fjallar um Hobbitann. Myndirnar, sem eru undanfari Hringadróttinssögu, verða alls þrjár talsins. Sú fyrsta þeirra var sýnd í Wellington bíóinu í morgun. Allar stjörnurnar sem leika í myndinni voru viðstaddar sýninguna og tugþúsundir áhorfenda söfnuðust saman fyrir framan kvikmyndahúsið. Mestu aðdáendurnir tjölduðu jafnvel fyrir utan húsið til þess að vera sem næst rauðadreglinum þegar stjörnurnar gengu á honum.

Erlent

Afsagnar Morsi krafist í Kaíró

Fjölmenn mótmæli gegn Mohammed Morsi Egyptalandsforseta snerust upp í mótmæli gegn Bræðralagi múslíma, hreyfingunni sem Morsi er sprottinn úr.

Erlent

Ekki lögbrot að loka á WikiLeaks

Stærstu kortafyrirtæki heims brutu ekki samkeppnislög Evrópusambandsins þegar þau lokuðu á greiðslugátt sem notuð var til að safna fjárframlögum fyrir WikiLeaks.

Erlent

Minecraft og Raspberry Pi í samstarf

Góðgerðarsamtökin Raspberry Pi Foundation, framleiðandi samnefndrar smátölvu, hafa tekið höndum saman við tölvuleikjafyrirtækið Mojang. Fyrirtækið er hvað frægast fyrir tölvuleikinn vinsæla Minecraft.

Erlent

Vampíra á kreiki í Serbíu

Íbúar í litlu þorpi í vesturhluta Serbíu hafa hamstrað hvítlauk síðustu daga. Bæjarstjórn Zarozje-þorpsins gaf út tilkynningu á dögunum þess efnis að vampíra væri mögulega á kreiki á svæðinu.

Erlent

Sandý kostaði 7.800 milljarða

Tjón sem hlaust af völum fellibylsins Sandý í New York og New Jersey í síðasta mánuði er talið nema rúmlega 7.800 milljörðum íslenskra króna.

Erlent