Erlent

Íslendingar á Filippseyjum búa sig undir fellibylinn

Tugþúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín á Filippseyjum og í neyðarskýli en búist er við því að fellibylurinn Hagupit, sem einnig er kallaður Ruby, skelli á eyjunum á morgun. Mesti vindhraði í storminum hefur mælst 250 kílómetrar á klukkustund og ljóst er að hann gæti ollið gríðarlegu tjóni á landsvæði sem varð afar illa úti í stormi í fyrra, þar sem sjöþúsund manns létu lífið.

Erlent

Stórhættulegt efni í umferð í Amsterdam

Herferð er nú hafin í hollensku borginni Amsterdam til þess að vara fólk við afar hættulegum eiturlyfjasala sem selur fólki kókaín sem reynist í raun vera hvítt heróín. Þrír breskir ferðamenn hafa þegar látist og tæplega tuttugu hafa veikst alvarlega en ef hvítt heróín er tekið í gegnum nefið í svipuðu magni og venja er með kókaín, veldur það andnauð og hjartastoppi.

Erlent

Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug

Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin.

Erlent

Isis með þjálfunarbúðir í Líbíu

Isis samtökin hafa komið sér upp þjálfunarbúðum í austurhluta Líbíu. Þetta fullyrða bandarísk stjórnvöld og er talið að nokkur hundruð vígamenn séu nú samankomnir í búðunum sem nýlega var komið á laggirnar.

Erlent

Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki.

Erlent

Ætlar að verða hlýjasta árið

Árið 2014 virðist ætla að verða hlýjasta ár sögunnar, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Alþjóðaveðurstofnuninni sem kynntar voru á loftslagsráðstefnunni í Líma í gær.

Erlent

Þjóðernissinnar komust í lykilstöðu

Hingað til hefur enginn flokkur á sænska þinginu viljað eiga samstarf við Svíþjóðardemókratana vegna einstrengingslegrar afstöðu þeirra í málefnum útlendinga. Engu að síður tókst þeim að fella tveggja mánaða gamla ríkisstjórn.

Erlent