Erlent

Óttast að þrír sjómenn hafi farist

Sjómaður er fluttur í land eftir að björgunarskip kemur í höfn í Ravenna á Ítalíu. Óttast er að þrír sjómenn hafi farist þegar tyrkneskt flutningaskip sökk við strendur Ítalíu í gær. Skipið hafði rekist á annað skip. Vont veður var á miðunum þar sem skipin rákust saman.

Erlent

Ófærð í Frakklandi veldur miklu tjóni

Frönsk yfirvöld lýstu yfir appelsínugulu viðvörunarstigi um helgina vegna mikillar ófærðar. Algert umferðaröngþveiti varð í Frönsku ölpunum. Ökumaður lést þegar hann rann á vegi og ók bíl sínum niður í gil. Frosthörkur eru víða í Evrópu.

Erlent

Einn látinn á Jónahafi

Að minnsta kosti einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að eldur kom upp í ferju nálægt eyjunni Korfú í Jónahafi í morgun.

Erlent

Segir þrettán ára stríð á enda

Barack Obama Bandaríkjaforseti fagnaði því að stríðið í Afganistan tæki brátt enda í kvöldverði í herstöðvum bandaríska sjóhersins á Hawaii á jóladag.

Erlent