Fótbolti

Podolski sér ekki eftir að hafa farið aftur til Köln

Lukas Podolski og félagar í Köln eru ekki í alltof góðum málum á botni þýsku bundesligunnar eftir að hafa aðeins náð í eitt stig út úr fyrstu fimm umferðunum. Þýski landsliðsmaðurinn yfirgaf Bayern Munchen í sumar en sér ekki eftir því að hafa gengið til liðs við sína gömlu félaga. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið um síðustu helgi en það kom þó ekki í veg fyrir enn eitt tapið.

Fótbolti

Markvörður Lazio vekur áhuga á stórliða á Englandi

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Tuttomercatoweb.com eru ensku félögin Manchester United, Manchester City og Arsenal öll áhugasöm á að fá markvörðinn Fernando Muslera í sínar raðir en þessi 23 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ leikur með Lazio.

Fótbolti

CSKA Sofia búið að segja upp samningnum við Garðar

Garðar Gunnlaugsson er hættur að spila með búlgarska liðinu CSKA Sofia eftir að hann og félagið sömdu um að slíta samningi hans við félagið. Í frétt á heimasíðu CSKA kemur fram að Garðar sér frjálst að reyna fyrir sér hjá öðru félagi.

Fótbolti

Kostar 250 milljónir evra að kaupa upp samning Messi

Samkvæmt spænska dagblaðinu Sport hefur argenínski snillingurinn Lionel Messi hjá Barcelona nú samþykkt nýjan samning sem mun halda honum á Nývangi til ársins 2016 en hann mun í þokkabót verða hæst launaðasti leikmaður félagsins.

Fótbolti

Fabregas og Eboue ósáttir með framgöngu Adebayor

Leikur Manchester City og Arsenal ætlar heldur betur að draga dilk á eftir sér fyrir framherjann Emmanuel Adebayor hjá City því hann virðist vera búinn að mála sig út í horn hjá fleiri aðilum en aganefnd enska knattspyrnusambandsins því fyrrum liðsfélagar hans hjá Arsenal keppast nú um að segja skoðun sína á hegðun hans í leiknum.

Enski boltinn

Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni

Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni.

Fótbolti

Ferguson: City-menn eru að springa úr monti

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United telur að samkeppnin og hatrið á milli United og City sé búið að hækka um nokkur stig eftir öll kaup City í sumar og auglýsingaherferð félagsins þar sem andlit Carlos Tevezar, fyrrum leikmanns United, var notað á skiltum víðs vegar um Manchester-borg.

Enski boltinn

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Fótbolti

Margrét Lára: Vonandi búnar að setja smá pressu á þær frönsku

„Það er langt síðan að maður hefur spilað leik þar sem að maður hefur verið í sókn í 90 mínútur," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Margrét Lára skoraði þrennu í fyrri hálfleik en annað mark hennar í leiknum var það fimmtugasta sem hún skorar fyrir kvennalandsliðið.

Fótbolti

Katrín: Þrennan kemur bara einhvern tímann seinna

„Mótspyrnan var ekki mikil í dag en ég vissi ekkert um þetta lið og ég hélt að þær væru aðeins betri en þetta," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins eftir 12-0 sigur á Eistlendingum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti