Fótbolti

Veigar Páll í byrjunarliðinu þegar Nancy sló út Mónakó

Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Nancy þegar liðið vann 2-0 sigur á Eið Smára Guðjohnsen og félögum í Mónakó í franska deildarbikarnum í kvöld. Eiður Smári spilaði fyrsta klukkutímann hjá Mónakó sem tapaði í fyrsta sinn síðan að hann kom til liðsins.

Fótbolti

Manchester Unired manni færri í klukkutíma en vann samt

Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 1-0 sigur á Wolves á Old Trafford í kvöld. Chelsea marði á sama tíma 1-0 sigur á QPR og Manchester City vann eftir framlengingu á móti Fulham. Tottenham og Everton voru hinsvegar bæði á skotskónum í sínum leikjum.

Enski boltinn

Al-Fahim: Portsmouth liggur ekkert á að kaupa nýja leikmenn

Al-Fahim, nýi eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, segir ekkert liggja á að kaupa nýja leikmenn til félagsins og ætlar að jafnvel að bíða þar til í sumar áður en hann fer að styrkja liðið. Portsmouth hefur tapað sex fyrstu leikjunum og verður með sama áframhaldi orðið b-deildarlið næsta sumar.

Enski boltinn

Englendingar mæta Brasilíumönnum í vináttuleik í nóvember

Knattspyrnulandslið Englands og Brasilíu munu mætast í vináttulandsleik í Doha í nóvember en enska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Þetta verður 23. landsleikur þjóðanna og sá fyrsti síðan þær gerðu 1-1 jafntefli á Wembley fyrir tveimur árum.

Fótbolti

Romario farinn á fullt í stjórnmálin

Brasilíski markahrókurinn Romario er nú alveg hættur í fótboltanum og farinn í stjórnmálin í heimalandi sínu. Hann er á framboðslista Sósíalistaflokksins í brasilísku þingkosningunum á næsta ári.

Fótbolti

Petrov á framtíð hjá City

Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir að Búlgarinn Martin Petrov eigi sér framtíð hjá félaginu þó svo að hann hafi lítið fengið að spila að undanförnu.

Enski boltinn

Senderos leikur sinn fyrsta Arsenal-leik í langan tíma

Svisslendingurinn Phillippe Senderos mætir aftur í miðju Arsenal-varnarinnar þegar liðið mætir West Brom í enska deildarbikarnum í kvöld en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan í maí 2008. Senderos hefur ekki náð að sýna sitt besta hjá Lundúna-liðinu og var á láni hjá AC Milan á síðasta tímabili.

Fótbolti

FIFA mun ekki rannsaka United

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að ekki sér þörf á því að framkvæma rannsókn á Manchester United í kjölfær kæru Fiorentina á Ítalíu.

Enski boltinn