Fótbolti

Vieira: Ég verð að fá að spila meira annars fer ég

Patrick Vieira lét hafa það eftir sér í dag að hann væri að förum frá ítölsku meisturunum í Inter Milan ef hann fengi ekki að spila meira með liðinu. Vieira hefur aðeins spilað í 194 mínútur á tímabilinu til þessa og var vegna þess ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir leiki á móti Færeyjum og Austurríki seinna í þessum mánuði.

Fótbolti

Dimitar Berbatov: Ég verð að breytast

Dimitar Berbatov, búlgarski framherjinn hjá Manchester United, viðurkennir að hann þurfi að breytast ætli hann að ná að aðlagast leik United-liðsins. Berbatov hefur ekki alveg náð að standa undir 30,75 milljón punda kaupverði sínu frá Tottenham á síðasta ári.

Enski boltinn

Ferguson hrósar Wenger á tímamótunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur háð mörg sálfræðistríðin við Arsene Wenger, stjóra Arsenal í gegnum tíðina en hann er þó alveg tilbúinn að hrósa franska stjóranum fyrir það sem hann hefur gert hjá Arsenal. Wenger er nefnilega orðinn sá stjóri sem hefur setið lengst í sögu Arsenal.

Enski boltinn

Babel hefur áhyggjur af því að HM-sæti hans sé í hættu

Ryan Babel er staðráðinn í að vinna sér sæti í byrjunarliði Liverpool því ef honum tekst það ekki óttast hann að sæti hans í HM-hóp Hollendinga sé í mikilli hættu. Babel komst í fyrstu ekki í hópinn hjá Hollendingum í síðustu leikjum liðsins en var síðan kallaður inn vegna forfalla Ibrahim Afellay.

Enski boltinn

Bendtner: Kraftaverk að ég skuli hafa sloppið ómeiddur

Nicklas Bendtner, danski framherjinn hjá Arsenal, segir það hafa verið sannkallað kraftaverk að hann skuli hafa sloppið ómeiddur þegar hann klessukeyrði bílinn sinn um síðustu helgi. Bendtner var á leiðinni á æfingu á sunnudaginn þegar hann missti stjórn á Aston Martin bíl sínum sem fór á steypugirðingu og endaði loks á tré.

Enski boltinn

Adriano: Ég mætti fullur á æfingar hjá Inter

Brasilíumaðurinn Adriano var í algjörri óreglu síðustu tímabil sín með ítalska liðinu Inter Milan en hann náði aldrei að ná tökum á drykkju sinni þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gert allt til að hjálpa honum. Adriano hefur nú viðurkennt að hafa mætt fullur á æfingar hjá Inter.

Fótbolti

Guðjón Þórðarson rekinn frá Crewe

Guðjón Þórðarson var í morgun rekinn sem knattspyrnustjóri enska fótboltafélagsins Crewe Alexandra en kornið sem fyllti mælinn var 3-2 tap liðsins fyrir Bury á þriðjudagskvöldið sem var fjórða tap liðsins í röð í ensku d-deildinni.

Enski boltinn

Michael Carrick: Við treystum allir Ferguson

Michael Carrick segir allir leikmenn Manchester United treysti og beri virðingu fyrir ákvörðunum stjórans Alex Ferguson. Carrick, sem hefur aðeins byrjað tvo leiki á tímabilinu,var hetja liðsins á miðvikudagskvöldið þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Torres: Ég mun aldrei fara til annars liðs á Englandi

Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur fullvissað stuðningsmenn félagsins sem og aðra að hann muni aldrei spila fyrir annað félag á Englandi og sérstaklega ekki fyrir Manchester United. Torres hefur skorað 58 mörk í 93 leikjum síðan að hann kom til Liverpool frá Atletico Madrid árið 2007.

Enski boltinn

Alonso: Real Madrid getur orðið enn betra

„Hvað varðar úrslit þá getum við ekki beðið um meira en liðið er að bæta sig frá leik til leiks. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og ég er sannfærður um að Real Madrid getur orðið enn betra.

Fótbolti

Evrópudeild UEFA: Sigrar hjá Everton og Fulham

Ensku félögin Everton og Fulham unnu bæði sína leiki í Evrópudeild UEFA í kvöld. Everton lenti undir eftir um stundarfjórðung gegn BATE Borisov þegar Dmitri Lihtarovich skoraði fyrir heimamenn og staðan var 1-0 í hálfleik.

Fótbolti

Xavi: Verð aldrei leiður á að heyra Barcelona-liðinu hrósað

Xavi, spænski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Barcelona, segir að Barcelona-liðið sé að byrja tímabilið betur en í fyrra og að pressan á liðinu, eftir að það vann þrennuna í fyrra, sé ekki að hafa nein áhrif á liðið. Liðið hafi ekkert slakað á og hafi unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu.

Fótbolti

Ancelotti: Chelsea verður að fara að bæta sinn leik

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki alltof ánægður með stöðuna á sínu liði þrátt fyrir að Chelsea hafi unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sex af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 1-0 sigur á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gær en frammistaða liðsins var ekki góð.

Enski boltinn

Hægt að kjósa besta leikmann Mónakó-liðins í september

Heimasíða franska liðsins AS Mónakó er þessa stundina að fá gesti síðunnar til þess að kjósa besta leikmann liðsins í september. Kosningin stendur yfir þar til á miðnætti á þriðjudaginn 6.október. Það eru ekki miklar líkur á að okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, fái þó mörg atkvæði enda hefur hann ekki fundið sig í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Fótbolti

Óskar Örn áfram hjá KR

Óskar Örn Hauksson skrifaði í hádeginu í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, í samtali við Vísi.

Íslenski boltinn