Fótbolti

Sullivan: Starf Zola er ekki í hættu

Hinn málglaði David Sullivan, annar eiganda West Ham, hefur neitað sögusögnum í breskum fjölmiðlum þess efnis að knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola verði rekinn frá Lundúnafélaginu á næstunni.

Enski boltinn

Juventus með Schweinsteiger í sigtinu

Samkvæmt frétt í Il Corriere dello Sport þá er Juventus með Þjóðverjann Bastian Schweinsteiger í sigtinu þessa dagana. Forráðamenn félagsins fylgjast grannt með frammistöðu hans þessa dagana.

Fótbolti

Nígería með Trapattoni í sigtinu

Ítalski þjálfarinn Giovanni Trapattoni gæti farið á HM eftir allt saman því hann er á meðal þeirra þjálfara sem Nígería hefur áhuga á að ráða fyrir mótið.

Fótbolti

Verður Leonardo rekinn næsta sumar?

Ítalskur vefmiðill heldur því fram í dag að AC Milan ætli sér að reka Leonardo úr þjálfarastólnum næsta sumar og ráða í hans stað annað hvort Rafa Benitez eða Juande Ramos.

Fótbolti

Framarar ósáttir við KSÍ

Eins og fram kom á Vísi í gær þá voru Framarar sektaðir um 25 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir að hafa verið með ólögleg leyfisgögn árið 2009.

Íslenski boltinn

Zola neitar að gefast upp

Hinn ítalski stjóri West Ham, Gianfranco Zola, er ekki á þeim buxunum að gefast upp hjá félaginu þó svo staða liðsins sé erfið, innan sem utan vallar.

Enski boltinn

Stoke City hefur enn ekki tapað leik á árinu 2010

Stoke City er enn ósigrað á nýju ári eftir 1-1 jafntefli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Stoke-liðið hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án þess að tapa, unnið tvo (Fulham og Blackburn) og gert þrjú jafntefli (Liverpool, Sunderland og Wigan).

Enski boltinn

Ancelotti: Terry verður með Chelsea á móti Everton á morgun

John Terry hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og mun því spila leikinn á móti Everton á morgun. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar ekki að nota meiðslin til þess að hvíla fyrirliðann sinn sem hefur staðið í ströngu að undanförnu.

Enski boltinn

Ribery: Henry vill fá mig til Barcelona

Franski vængmaðurinn Franck Ribery hefur viðurkennt að hann þurfi líklega að yfirgefa Þýskaland til þess að vinna einhverja titla. Hann hefur einnig viðurkennt að Thierry Henry, félagi hans í franska landsliðinu, vilji fá hann til Barcelona.

Fótbolti