Fótbolti

Ancelotti ballskákarmeistari Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, virðist hafa marga leynda hæfileika og hann kom leikmönnum sínum algjörlega í opna skjöldu er hann rúllaði þeim upp í ballskák eða pool eins og það er kallað á ensku.

Enski boltinn

Neville: Þreyta engin afsökun

Gary Neville, fyrirliði Man. Utd, segir að leikmenn liðsins geti ekki falið sig á bak við einhverja þreytu ef liðið fellur úr leik í Meistaradeildinni. Hann segir leikmenn eiga að vera vana því að spila tvisvar í viku.

Enski boltinn

Nemanja Vidic: Við megum ekki hengja haus

Nemanja Vidic hvetur samherja sína hjá Manchester United að hætta að svekkja sig og vorkenna sjálfum sér eftir töpin á móti Bayern Munchen og Chelsea á síðustu dögum. Hann segir það mikilvægt að rífa upp liðsandann fyrir seinni leikinn á móti Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Enski boltinn

Robbie Keane tryggði Celtic 1-0 sigur

Robbie Keane skoraði eina markið leiksins úr vítaspyrnu þegar Celtic vann 1-0 sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en með því minnkaði liðið forskot Rangers í 10 stig.

Fótbolti

Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona

Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez.

Fótbolti

Aftaka á Turf Moor

Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor.

Enski boltinn

Benítez farinn að efast um andlegu hliðina hjá Aquilani

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, virðist vera farinn að missa þolinmæðina gagnvart Ítalanum Alberto Aquilani sem hann keypti á 20 milljónir punda frá Roma síðasta haust. Alberto Aquilani er enn á ný meiddur á ökkla en hann hefur aðeins byrjað átta leiki Liverpool-liðsins á tímabilinu.

Enski boltinn

Enn skorar Gylfi fyrir Reading

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu.

Enski boltinn