Fótbolti

Þjálfari Napoli orðaður við AC Milan

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, er sá nýjasti sem orðaður er við þjálfarastöðuna hjá AC Milan. Talið er að Leonardo hverfi á braut í sumar. Napoli situr í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, tólf stigum á eftir AC Milan sem er í þriðja sæti.

Fótbolti

Raul ekki að fara að hætta

Raul, gulldrengurinn hjá Real Madrid, útilokar að leggja skó sína á hilluna að tímabilinu loknu. Þessi 33 ára sóknarmaður hefur mátt verma tréverkið mikið þennan veturinn.

Fótbolti

Huntelaar til Englands í sumar?

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, útilokar ekki að sóknarmaðurinn Klaas-Jan Huntelaar muni fara yfir til Englands. Þessi hollenski leikmaður hefur ekki fundið sig á Ítalíu.

Enski boltinn

Benitez segir að Torres sé ánægður hjá Liverpool

Það gæti stefnt í "Cristiano Ronaldo-sumar" á Anfield þar sem ensku fjölmiðlarnir munu keppast við að skrifa reglulega um hugsanlegt brotthvarf Fernando Torres frá Anfield. Spánverjinn var orðaður við Manchester City og Juventus í blöðunum í morgun.

Enski boltinn

Forseti FIFA heldur í vonina um að Mandela hafi heilsu í að setja HM

Sepp Blatter, forseti FIFA, heldur enn í vonina um að Nelson Mandela, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku og helsti andstöðumaður kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar í landinu, hafi heilsu til að mæta á Opnunarhátíð HM í Suður Afríku í sumar og setja fyrstu heimsmeistarakeppnina sem fer fram í álfunni.

Fótbolti

Vandræðabarnið Balotelli á leiðinni í enska boltann

Mario Balotelli er kominn á sölulista hjá Inter Milan eftir hegðun sína í lok fyrri undanúrslitaleiks Meistaradeildarinnar á móti Barcelona og enska blaðið Daily Mail skrifar um það í dag að miklar líkur séu á því að hann sé á leiðinni í enska boltann.

Enski boltinn

Manchester City tilbúið með 50 milljón punda tilboð í Torres

The Guardian segir frá því í dag að Fernando Torres gæti verið opinn fyrir því að fara yfir til Manchester City og að félagið sé tilbúið með 50 milljón punda tilboð í spænska framherjann. Roberto Mancini, stjóri City, hefur lýst yfir miklum áhuga á að kaupa Torres en félagið ætlar að eyða stórum upphæðum í leikmenn í sumar.

Enski boltinn

Benítez: Það er bara hálfleikur

„Við fengum á okkur furðulegt mark og skoruðum mark sem hefði átt að standa en var dæmt af. En það er í lagi, það er bara hálfleikur," sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eftir leikinn í Madríd í kvöld.

Fótbolti

Hvort á Barcelona eða Real Madrid eftir erfiðari leiki?

Það er enn spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn þrátt fyrir að Barcelona hafi unnið Real Madrid sannfærandi á dögunum. Barcelona náði aðeins markalausu jafntefli um síðustu helgi og nú munar aðeins einu stigi á liðunum þegar fimm leikir eru eftir. Það er því fróðlegt að skoða hvort liðið á eftir erfiðari andstæðinga í síðustu fimm umferðunum.

Fótbolti

Kaka æfði með aðalliði Real Madrid á afmælisdaginn

Brasilíumaðurinn Kaka er 28 ára gamall í dag og hélt upp á það með því að æfa með aðalliði Real Madrid. Það lítur því allt út fyrir það að hann geti spilað með Real-liðin á móti Real Zaragoza á laugardaginn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan 10. mars.

Fótbolti