Fótbolti

Roma vann Parma og setti pressu á Inter

AS Roma komst aftur á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í dag. Roma er með eins stigs forskot á Inter Milan sem á morgun mætir Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm en það er líka heimavöllur AS Roma.

Fótbolti

Redknapp: Þetta verður rosalegur leikur

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Tottenham sitja áfram í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bolton í dag. Tottenham hefur eins stigs forskot á Manchester City fyrir innbyrðisleik liðanna á miðvikudaginn.

Enski boltinn

Leeds tapaði og tókst ekki að tryggja sig upp

Leeds United náði ekki að tryggja sér sæti í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að keppinautar þeirra í Millwall töpuðu 0-2 fyrir Tranmere. Leeds tapaði 0-1 fyrir Charlton á sama tíma og þarf því að bíða í eina viku eftir því að komast upp.

Enski boltinn

KR-ingar Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Blikum

KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Blikum í úrslitaleiknum í Kórnum í dag. Þetta er í fjórða sinn sem KR vinnur deildabikarinn en félagið vann hann einnig 1998, 2001 og 2005. Blikar hafa hinsvegar tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í deildabikarnum og þurftu að sætta sig við silfrið í keppninni annað árið í röð.

Íslenski boltinn

Tottenham og Manchester City unnu bæði og berjast ein um 4. sætið

Tottenham og Manchester City unnu bæði leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar með er orðið ljóst að baráttan um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina á næsta tímabilinu stendur á milli þessara tveggja liða. Aston Villa og Liverpool eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná fjórða sætinu en ekki mikið meira en það.

Enski boltinn

Verður Eiður Smári franskur bikarmeistari í kvöld?

Mónakó mætir Paris Saint Germain í kvöld í bikarúrslitaleiknum í Frakklandi en leikurinn fer fram á Stade de France. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrsta bikarleik Mónakó á tímabilinu og gæti því fengið franskan bikarmeistaratitil á ferilsskránna vinni Mónakó leikinn í kvöld.

Fótbolti

Mancini: Við eigum eftir einn undanúrslitaleik og einn úrslitaleik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar greinilega að treysta á það að Aston Villa verði að vinna á Eastlands í dag þegar liðin mætast í einum af lykilleikjunum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina. Stórleikur dagsins er á milli Manchester City og Aston Villa og hefst hann klukkan 14.00.

Enski boltinn

Eiður Smári segir sínum mönnum að vara sig á Bolton

Eiður Smári Guðjohnsen segir að Tottenham verði að passa sig á Bolton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir Bolton hafi litlu að keppa í leiknum. Tottenham getur með sigri tryggt sér góða stöðu í lokaumferðinni í baráttunni um fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið.

Enski boltinn

Unglingastarf Liverpool ónýtt!

Unglingaþjálfari Liverpool, Spánverjinn Rodolfo Borrell, segir að unglingastarf félagsins sé handónýtt. Í samtali við Liverpool Echo segir hann að það taki tvö ár að byggja upp starfið.

Enski boltinn

Bayern búið að áfrýja

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það hefur móttekið áfrýjun Bayern München við úrskurði aganefndar sambandsins um að dæma Franck Ribery í þriggja leikja bann.

Fótbolti