Fótbolti

Tvö íslensk skallamörk í norska boltanum í gær - myndbönd

Bjarni Ólafur Eiríksson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu báðir fyrir sín lið í norsku úrvalsdeildinni í gær og bæði mörkin voru skoruð með skalla. Bjarni Ólafur tryggði Stabæk 2-1 sigur á Brann en Björn Bergmann skoraði eitt þriggja marka Lilleström í 3-1 sigri á Strømsgodset.

Fótbolti

5 tímar í fyrsta leik: Heimir hefur unnið ellefu leiki í röð gegn Val

Valur og FH leika í kvöld opnunarleikinn í Pepsi-deild karla þegar Íslandsmeistarar síðustu sex tímabila mætast á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einn maður sem verður í aðalhlutverki í kvöld þekkir nánast ekkert annað en að taka þrjú stig út úr leikjum á móti Val.

Íslenski boltinn

Carlo Ancelotti í ítölsku pressunni í dag: Kóngurinn af Englandi

Ítalskir fjölmiðlar hylla Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, í dag eftir að hann varð fyrsti ítalski stjórinn til þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Chelsea varð meistari á fyrsta ári hans með liðið og setti nýtt og glæsilegt markamet í ensku úrvalsdeildinni með því að skora 103 mörk í 38 leikjum.

Enski boltinn

Beckham sendur til að heilla Sepp Blatter og fá HM til Englands

David Beckham mun taka það að sér persónulega að fara með framboðsmöppu Englendinga fyrir HM 2018 til Sepp Blatter, forseta FIFA. Beckham mætir til Zurich á föstudaginn með framboðsmöppuna en hún geymir allar upplýsingar um hvernig Englendingar ætla að halda HM fái þeir tækifæri til þess.

Fótbolti

Newcastle hefur ekki efni á að kaupa nýja leikmenn

Newcastle United er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir aðeins eins árs fjarveru eftir glæsilegan sigur í ensku b-deildinni í vetur. Slæm fjárhagsstaða félagsins þýðir að það verða engir nýir leikmenn keyptir til liðsins fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Sigrarnir á United skiptu öllu máli

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sigrarnir tveir í innbyrðisleikjunum á móti Manchester United hafi verið lykillinn að baki því að Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjú ár. Chelsea kláraði titilinn með því að vinna 8-0 sigur á Wigan í lokaumferðinni í gær.

Enski boltinn

Mourinho fór í fýluferð til Þýskalands

Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur sagt að ferðalag hans til Þýskalands þar sem hann fór til að skoða Bayern-liðið hafi verið tilgangslaust en hann fór og fylgdist með leik liðsins gegn Hertha Berlin. Bayern sigraði leikinn 3-1 og fagnaði meistaratitlinum þar í landi eftir leikinn.

Fótbolti

Cesc Fabregas á batavegi

Hinn 22 ára gamli fyrirliði Arsenal og leikmaður spænska landsliðsins, Cesc Fabregas, segist verða klár fyrir slaginn í sumar er HM fer af stað. Útlit var fyrir að Fabregas myndi missa af mótinu eftir að hann meiddist í leik gegn Barcelona er liðin áttust við í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Björn Bergmann enn á skotskónum

Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Lilleström, skoraði sitt þriðja mark í jafn mörgum leikjum er liðið sigraði Strömsgodset, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Ferguson: Við klöppum fyrir Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig vel eftir sigurinn á Stoke í dag en sigurinn dugði ekki til því Chelsea hampaði bikarnum í lok dags og batt þar með enda á þriggja ára einokun United.

Enski boltinn

Ancelotti: Þetta er stórkostlegt

Chelsea fagnaði Englandsmeistaratitlinum eftir að hafa rústað Wigan 8-0 á heimavelli í lokaumferð deildarinnar í dag. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur í leikslok.

Enski boltinn