Fótbolti

Garðar skoraði fyrir Linz

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Sænska knattspyrnusambandið

Garðar Gunnlaugsson var á skotskónum í austurríska fótboltanum í dag er lið hans, LASK Linz, lagði Mattersburg, 2-0.

Garðar skoraði síðara mark Linz og kom það á 26. mínútu. Garðar fór síðan af velli í leikhléi.

Linz er í sjöunda sæti deildarinnar eftir sigurinn en tólf lið eru í austurrísku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×