Fótbolti

Kristinn í góðum hópi í fagráði dómara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson ræðir við Emile Heskey þegar hann dæmdi landsleik Kasakstans og Englands í júní í fyrra.
Kristinn Jakobsson ræðir við Emile Heskey þegar hann dæmdi landsleik Kasakstans og Englands í júní í fyrra. Nordic Photos / Getty Images

Kristinn Jakobsson hefur verið kosinn í svokallað fagráð bestu dómara Evrópu eftir því sem fram kemur á heimasíðu KSÍ.

Fagráðið starfar fyrir þá dómara sem eru í Elite- og Premier-flokkunum og það eru dómararnir sjálfir sem kjósa í ráðið.

Ásamt Kristni eru þrír þekktustu dómarar heims í ráðinu - þeir Massimo Busacca frá Sviss, Frank De Bleeckere frá Belgíu og Ítalinn Roberto Rosetti.

Fyrsti fundur ráðsins verður í tengslum við úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fer fram í Hamborg á miðvikudaginn. Þar mætast Fulham frá Englandi og Atletico Madrid frá Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×