Fótbolti

Ítali dæmir úrslitaleik Fulham og Atletico Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicola Rizzoli.
Nicola Rizzoli. Mynd/AFP
Ítalski dómarinn Nicola Rizzoli mun dæma úrslitaleik Atletico Madrid og Fulham í Evrópudeildinni en hann verður spilaður í Hamburg á miðvikudaginn.

Nicola Rizzoli er 39 ára arkitekt frá Bologna. Hann hefur dæmt átta leiki í Meistaradeildinni þar á meðal seinni leik Manchester United og Bayern Munchen í átta liða úrslitunum á þessu tímabili.

Rizzoli hefur fimm landa sína sér til aðstoðar í leiknum, aðstoðardómarana Cristiano Copelli og Luca Maggiani, fjórða dómarann Gianluca Rocchi og endalínudómarana Paolo Tagliavento og Andrea De Marco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×