Fótbolti

Frökkum gengið illa á síðustu stórmótum utan 2006

Frakkar teljast til stórþjóða í knattspyrnu. Tveir Evrópumeistaratitlar (1984 og 2000) og Heimsmeistaratitill 1998 í heimalandinu sanna það. Sumir bestu leikmanna heims koma þaðan. Gengi þeirra á undanförnum stórmótum hefur þó verið æði misjafnt.

Fótbolti

Ísland þarf að vinna N-Írland í dag

Ísland og Norður-Írland mætast í undankeppni HM í Þýskalandi á næsta ári á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 og ekkert annað en sigur hjálpar Íslandi að HM-markmiðinu.

Fótbolti

Drogba byrjar gegn Brasilíu á morgun

"Það kæmi ekki á óvart ef Didier Drogba byrjaði leikinn gegn Brasilíu," segir Sven Göran Eriksson, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar. Liðin mætast á morgun í stórleik dagsins.

Fótbolti

Fabio Capello: Verðum vonandi ánægðari eftir næsta leik

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, átti 64 ára afmæli í dag en afmælisgjöfin frá ensku landsliðsmönnunum var súr frammistaða og markalaust jafntefli á móti Alsír. Enska liðið er í 3. sæti í riðlinum með tvö stig en getur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum með sigri á Slóveníu í lokaleik sínum í riðlinum.

Fótbolti

Bandaríkjamenn brjálaðir yfir markinu sem dæmt var af þeim

Leikmenn og þjálfari bandaríska landsliðsins voru mjög ósáttir eftir 2-2 jafntefli á móti Slóveníu á HM í Suður-Afríku í dag þrátt fyrir að hafa sýnt mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Ástæðan er að mark frá Maurice Edu á 85. mínútu leiksins var dæmt af en markið hefði tryggt Bandaríkjamönnum 3-2 sigur og lykilstöðu í C-riðlinum.

Fótbolti

Sölvi semur við dönsku meistarana

Sölvi Geir Ottesen hefur samið við danska félagið F.C. København til þriggja ára. Sölvi var hjá SønderjyskeE í Danmörku áður en hann söðlaði um en varnarmaðurinn var mjög eftirsóttur um alla Evrópu.

Fótbolti

Ásgeir Börkur: Tryggvi Guðmundsson er fífl

Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er allt annað en sáttur við Eyjamanninn Tryggva Guðmundsson. Ásgeir sendi Tryggva tóninn í viðtali á fótbolti.net á dögunum og bætti um betur í viðtali við stuðningsmannasíðu Fylkis fyrr í vikunni.

Íslenski boltinn