Fótbolti

Stekelenburg: Suarez er besti markmaður HM

Liðsfélagarnir hjá Ajax, Martin Stekelenburg markmaður og Luis Suarez mætast ekki í undanúrslitaleik Hollands og Úrúgvæ á morgun þar sem Suarez verður í banni. Stekelenburg sendi félaga sínum SMS í gær og útnefndi hann besta markmann HM til þessa.

Fótbolti

Maradona segist vera hættur

Diego Armando Maradona er væntanlega hættur að þjálfa argentínska landsliðið. Hann sagðist vera hættur við fjölmiðla er hann lenti með landsliðinu í heimalandinu í dag.

Fótbolti

Örgryte vill Bjarna Guðjónsson sem hefur lítinn áhuga

Samkvæmt heimildum Vísis voru forráðamenn sænska félagsins Örgryte á KR-vellinum í gær að fylgjast með Bjarna Guðjónssyni. Félagið hefur mikinn hug á að fá Bjarna, sem var frábær í leiknum í gær til sín, en ólíklegt er að hann hafi nokkurn áhuga á félaginu sem spilar í næst efstu deild í Svíþjóð.

Íslenski boltinn

Nígería reynir að stilla til friðar

Nígeríska knattspyrnusambandið hefur rekið forseta þess og varaforseta og óskað eftir því að forseti landsins, Goodluck Jonathan, endurskoði ákvörðun sína um bann landsliðsins.

Fótbolti

Búið að reka Dunga

Brasilíska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem að fram kemur að landsliðsþjálfarinn Dunga og allt hans þjálfaralið hafa verið látið fara.

Fótbolti

Gunnleifur: Verðum að fara koma okkur niður á jörðina

„Það var allt annar bragur á þessu núna heldur en á móti Stjörnunni og að mínu mati vorum við betri aðilinn í þessum leik og áttum að klára þetta," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir 1-1 jafntefli í vígsluleik gegn Keflvíkingum sem að spiluðu loks á sínum eigin heimavelli í kvöld.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn lék í sigri Brann

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, spilaði í vörn Brann sem vann í dag 3-0 útisigur á Kongsvinger í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti