Enski boltinn

Lacombe: Eiður fer aftur til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Tottenham.
Eiður Smári í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Guy Lacombe, þjálfari franska úrvalsdeildarfélagsins AS Monaco, segir að Eiður Smári Guðjohnsen muni snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Eiður Smári var í láni hjá Tottenham á síðari hluta síðasta tímabils en hann er samningsbundinn Monaco í eitt ár til viðbótar.

„Gud hefur áhuga á Englandi og England hefur áhuga á honum,“ sagði Lacombe við franska fjölmiðla. „Við ættum því að finna leið til að koma honum þangað.“

Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að hann muni fljótlega ganga frá langtímasamning við Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×