Enski boltinn

Torres ánægður með ráðningu Hodgson - Framtíðin skýrist eftir HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Fernando Torres er ánægður með ráðningu Roy Hodgson sem stjóra Liverpool. Torres var spurður í gær hvernig honum litist á nýja stjórann sinn og hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eðlilega vill Torres einbeita sér að mikilvægasta leik ársins til þessa, undanúrslitunum gegn Þjóðverjum á HM, en svaraði þó spurningum um Hodgson. "Ég er mjög ánægður með að hann skuli hafa fengið starfið. Ég hef ekki talað við hann ennþá en ég mun gera það fljótlega og hlusta á áætlanir hans varðandi framtíðina," sagði Torres sem Liverpool ætlar ekki að selja í sumar. "Framtíð min er hérna í bili, Suður-Afríka og HM er of mikilvæg til að velta sér upp úr svona hlutum. Ég á mikilvæga viku framundan og eftir hana gerum við talað um hann og mína framtíð," sagð Torres sem ætlar því augljóslega ekki að skuldbinda sig til að vera áfram hjá Liverpool í bili. Torres gæti enn farið frá Liverpool en spurningin er hvert hann færi. Talið er að hann myndi aldrei fara til Manchester City en Chelsea gæti verið möguleiki. Það þarf að kaupa fleiri en einn mann í sumar og verðmiðinn á Torres yrði mjög hár. "Hann er mjög góður stjóri. Hann hefur sýnt það. Vonandi er hann rétti maðurinn til að gefa Liverpool tækifærið á að verða sterkt á nýjan leik," sagði Torres.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×