Fótbolti

Balotelli útskrifaðist með lágmarkseinkunn

Ítalski vandræðagemlingurinn Mario Balotelli er búinn að klára framhaldsskóla og útskrifaðist með 6.0 í lokaeinkunn. Hann íhugar að fara í háskóla í Mílanó sem setur stórt spurningamerki við það hvort hann fari til Englands.

Fótbolti

Bara hommar í þýska landsliðinu

Michael Becker, umboðsmaður Michael Ballack, er búinn að gera allt brjálað í Þýskalandi eftir að hann sagði að það væru ekkert nema hommar í þýska landsliðinu.

Fótbolti

Ísland hækkar á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur stórt stökk á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er komið í 79. sæti af 207 þjóðum á listanum og hækkar sig um ellefu sæti frá síðasta lista. Kína er í sætinu á undan Íslandi og Mósambík í sætinu á eftir.

Íslenski boltinn

The Sun kallar Alfreð hinn nýja Eið Smára

Blikinn Alfreð Finnbogason er í viðtali við breska slúðurblaðið The Sun í dag vegna Evrópuleiks Blika og Motherwell sem fer fram á morgun. Þar er Alfreð kallaður hinn nýi Eiður Smári og talað um skoskan bakgrunn Alfreðs en hann bjó um tíma í Edinborg.

Fótbolti

Fabregas gerir lítið úr búningamálinu

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að stuðningsmenn félagsins eigi ekkert að vera að æsa sig of mikið yfir því að hann hafi verið klæddur í Barcelona-búning er spænska landsliðið var að fagna heimsmeistaratitlinum.

Enski boltinn

Jimmy Jump fékk 32 þúsund krónur í sekt

Sprelligosinn Jimmy Jump var dæmdur til þess að greiða 260 dollara í sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn rétt fyrir úrslitaleik HM á sunnudaginn en það gera rúmlega 32 þúsund íslenska krónur.

Fótbolti

Aron með þrennu og sigurmark í uppbótartíma

Fjölnismenn unnu 4-3 sigur á Leikni í 1. deild karla í kvöld og komu þar með í veg fyrir að Leiknismenn kæmust aftur á topp deildarinnar. Botnlið Gróttu vann 1-0 sigur á Njarðvík og er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Íslenski boltinn

England aldrei verið neðar á HM - í 13. sæti samkæmt mati FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út lokaröð þeirra 32 þjóða sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku. Það var þegar ljóst hvaða lið enduðu í fjórum efstu sætunum en röð hinna liðanna sem duttu út úr 8 liða úrslitum, 16 liða úrslitum og riðlakeppninni hefur verið reiknuð út samkvæmt reglum FIFA.

Fótbolti