Fótbolti

Joe Hart bjargaði stigi fyrir City - markalaust í fyrsta leik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, skellti Joe Hart í markið fyrir leikinn á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sá ekki eftir því þar sem enski landsliðsmarkvörðurinn bjargaði stigi fyrir sína menn í markalausu jafntefli Tottenham og Manchester City í opnunarleik tímabilsins.

Enski boltinn

Iker Casillas varði þrjár vítaspyrnur frá Bæjurum

Iker Casillas, markvörður og nýr aðalfyrirliði Real Madrid, var í miklu stuði þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern Munchen í vítakeppni í gær. Casillas afrekaði þetta í árlegum leik til heiðurs Franz Beckenbauer sem fram fór í Munchen í gær.

Fótbolti

Redknapp vill fá William Gallas til Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að reyna að fá til sín franska varnarmanninn William Gallas og telur hann nú vera helmingslíkur á því að Gallas komi til Spurs. Redknapp segir að Gallas gæti hjálpað Tottenham til að vera ofar en Arsenal í töflunni í vor.

Enski boltinn

Frábær fótboltaleikur í spilunum

Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar.

Íslenski boltinn

Verja Valskonur bikarinn?

Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug.

Íslenski boltinn

Kristján: Meistaraheppnin er með okkur

Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn