Fótbolti

Lofar kampavínsfótbolta frá AC Milan

„Hvað er hægt að segja um þríeyki sem samanstendur af Zlatan Ibrahimovic, Pato og Ronaldinho? Þetta verður ekta kampavínsfótbolti," segir Adriano Galliani, varaforseti AC Milan.

Fótbolti

Tryggvi: Bara úrslitaleikir eftir

Tryggvi Guðmundsson, framherji Eyjamanna, var kampakátur í leikslok í kvöld og sagðist ánægður með stemminguna sem hefur verið að myndast í Vestmannaeyjum auk þess sem hann blótaði því að mótið hafi verið lengt í 22 leiki frá því sem áður var.

Íslenski boltinn

Ívar: Þetta var virkilega sætt

„Maður er alltaf ánægður þegar við vinnum leiki og það er virkilega sætt að vinna þetta á síðustu mínútunum " sagði Ívar Björnsson framherji Fram sem skoraði tvö mörk og þar á meðal sigurmarkið í 3-2 sigri Fram á Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar til Noregs

Danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg hefur lánað framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson til norska liðsins Fredrikstad út leiktíðina.

Fótbolti

Redknapp viðurkennir áhuga á Ashley Young

Harry Redknapp fer ekki í grafgötur með það að hann er á eftir vængmanninum Ashley Young hjá Aston Villa. Sigur Tottenham á Young Boys í forkeppni Meistaradeildarinnar gerir það að verkum að Redknapp fær aukið fé til leikmannakaupa.

Enski boltinn

Frábært stig hjá Bolton

Bolton nældi sér í verulega gott stig í dag þegar Birmingham kom í heimsókn. Bolton kom til baka í leiknum eftir að hafa lent manni færri og tveim mörkum undir.

Enski boltinn

Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki

ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram

Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir

Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri.

Íslenski boltinn