Fótbolti

Alfreð Finnbogason: Pólland var aldrei draumastaðurinn

Lengi vel leit út fyrir að Alfreð Finnbogason væri á leið til Póllands. Félag þar í landi, Lechia Gdansk, var í viðræðum við Blika um að kaupa Alfreð. Félögin sendu tilboð sín á milli en á endanum var pólska félagið ekki tilbúið til að borga setta upphæð fyrir framherjann.

Íslenski boltinn

Tottenham fær markvörð

Tottenham hefur fest kaup á króatíska markverðinum Stipe Pletikosa frá Spartak Moskvu. Þessi 31. árs leikmaður æfði með Tottenham á dögunum og náði að heilla þjálfarateymið.

Enski boltinn

Rodrigo Moreno til Bolton

Rodrigo Moreno Machado er orðinn leikmaður Bolton. Hann kemur á lánssamningi frá Benfica í Portúgal út tímabilið og getur bæði spilað á kantinum og í fremstu víglínu.

Enski boltinn

Ferreira hættur með landsliðinu

Portúgalski bakvörðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea er hættur að spila fyrir portúgalska landsliðið. Hann segir ástæðuna persónulega og ákvörðunina tekna af vel íhuguðu máli.

Enski boltinn