Fótbolti

Óli Þórðar: Gáfum þetta frá okkur

„Þetta endaði svona því miður ," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkismanna eftir 3-0 tap þeirra á KR vellinum í dag. „Það var ekkert undir í þessum leik þannig séð en við hefðum getað farið upp um sæti og vorum að spila upp á stoltið en við gáfum þetta frá okkur"

Íslenski boltinn

Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið

„Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ.

Íslenski boltinn

Arnar útilokar ekki að halda áfram

„Við klúðruðum veru okkar í deildinni í fyrri umferðinni og misstum of marga leiki niður í jafntefli sem við áttum að vinna. Þetta var samt fínt sumar að mörgu leyti og sýndum að við eigum alveg heima í þessari deild,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, sóknarmaður Hauka, eftir sigur liðsins gegn Val, 2-1 á Vodafone-vellinum í dag.

Íslenski boltinn

Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið

„Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ.

Íslenski boltinn

Ólafur: Ég er stoltur

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, átti skiljanlega erfitt með að gefa viðtöl strax eftir leikinn á Stjörnuvelli í dag er hans menn urðu Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Okkur vantar markaskorara

„Við endum tímabilið illa og frammistaðan í dag endurspeglar tímabilið hjá okkur. Þetta hefur verið afar kaflaskipt hjá okkur í sumar og það er ljóst að Valur verður að ná stöðugleika ef liðið á að keppa um titla,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Haukum, 2-1.

Íslenski boltinn

Þórhallur Dan: Er endanlega hættur

„Það var gaman að við skildum enda veru okkar í deildinni með sigri. Við vorum ekkert sérstakir í seinni hálfleik en gott að ná sigrinum,“ sagði Þórhallur Dan Jóhannesson, varnarmaður Hauka, sem lék lokaleik sinn í efstu deild karla í sigri liðsins gegn Val, 2-1.

Íslenski boltinn

Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag

„Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Íslenski boltinn

Tevez afgreiddi Chelsea

Argentínumaðurinn Carlos Tevez kom Chelsea niður á jörðina í dag þegar hann skoraði eina markið í leik Man. City og Chelsea í dag.

Enski boltinn

Hver fær gullskóinn í ár?

Það er ekki bara verið að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag því gull- silfur- og bronsskórinn er einnig í boði fyrir þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Íslenski boltinn

Aðeins þrjú ný nöfn á Íslandsbikarinn á síðustu 45 árum

Það hafa aðeins þrjú ný félög bæst í hóp Íslandsmeistara í knattspyrnu karla á síðustu 45 árum eða síðan að Keflvíkingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sumarið 1964. Blikar geta bæst í þann hóp vinni þeir Stjörnuna í Garðabænum í dag og takist það verður Breiðablik tíunda félagið til að eignast Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki karla.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR gegn Fylki

Lítið var undir fyrir leik KR og Fylkis í Frostaskjólinu í dag. Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en gátu þó með sigri lyft sér upp fyrir Stjörnuna ásamt því að KR var með nánast öruggt Evrópusæti en gátu tryggt það með sigri.

Íslenski boltinn