Fótbolti

Skagamenn jöfnuðu afrek Valsmanna og FH-inga í gær

Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla sumarið 2012 eftir að hafa náð í stig á móti ÍR á ÍR-vellinum í gær. Skagamenn þurftu aðeins að ná í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum í 1.deildinni og náðu í það í annarri tilraun eftir tap á móti BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var.

Íslenski boltinn

Maxi Rodriguez hjá Liverpool: Samkeppni er af hinu góða

Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez fagnar nýju leikmönnunum sem komu til Liverpool í sumar þrátt fyrir að þýði mun harðari samkeppni fyrir hann sjálfan. Rodriguez skoraði sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Liverpool á síðustu leiktíð en var ekki í leikmannahópnum á móti Sunderland um helgina.

Enski boltinn

Guardiola: Real Madrid er ennþá betra en Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að Real Madrid sé á undan sínu liði í undirbúningi fyrir tímabilið og sé því sigurstranglegra í kvöld þegar liðin mætast Camp Nou í seinni leik þeirra í Ofurbikarnum á Spáni.

Fótbolti

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Fótbolti

Ramsey: Getum unnið án Cesc

Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, segir að félagið geti vel náð árangri í vetur þó svo að Cesc Fabregas sé farinn frá félaginu til Barcelona á Spáni.

Fótbolti

Diego Forlan: Ég er með tilboð frá Inter

Diego Forlan, framherji Atletico Madrid og landliðs Úrúgvæ, segist vera með tilboð frá ítalska félaginu Inter og talar jafnframt um það að hann sé spenntur fyrir því að fá að spreyta sig í ítalska boltanum.

Fótbolti

Sölvi skoraði í bæði mörkin

Sölvi Geir Ottesen skoraði eina mark sinna manna í FC Kaupmannahöfn sem tapaði fyrir tékkneska liðinu Viktoria Plzen í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti