Fótbolti

Stjörnumenn tóku aftur stig af KR-ingum - myndir

Stjörnumenn juku spennuna í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að taka stig af toppliði KR á KR-vellinum í gærkvöldi. Þetta var í annað skiptið í sumar sem KR og Stjarnan gera jafntefli en KR-ingar hafa aðeins tapað fjórum stigum í hinum tólf leikjum sínum í sumar.

Íslenski boltinn

LeBron James heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins

LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heimsins, heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins, besta fótboltaliðs heims, á laugardagskvöldið. James hefur verið á ferðinni um Asíu og Evrópu síðustu vikurnar til að kynna fatalínu sem er með samning við hann.

Fótbolti

Ólafur Örn: Vantar að menn séu með smá ís í maganum

„Við vorum mjög ósáttir fyrir fyrri hálfleik. Allir leikmenn áttu mikið inni. Við vorum með vind í bakið og þeir pressa okkur til að sparka langt og það er erfitt að gera það á blautum velli og því fór boltinn oft aftur fyrir. Við vildum gera betur. Það áttu allir mikið inni og það kom ágætlega fram í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn Víkingi í kvöld.

Íslenski boltinn

Sir Alex: Þetta var frábær frammistaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í kvöld. United gerði út um leikinn með þremur mörkum á síðasta hálftíma leiksins.

Enski boltinn

Warnock ætlar að reyna að ná í Joe Cole til QPR

Neil Warnock, stjóri Queens Park Rangers, vonast til þess að eigandaskiptin hjá félaginu gefi honum færi á því að fá til sín Joe Cole, miðjumann Liverpool. Cole gæti því verið á leiðinni aftur til London eftir misheppnaða dvöl sína í Bítlaborginni.

Enski boltinn

Fabregas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona

Barcelona vann 5-0 sigur á Napoli í leik liðanna í árlegum leik um Joan Gamper bikarinn í kvöld en þetta var í 46. sinn sem Barcelona byrjar tímabilið á því að spila á þessu æfingamóti sem ávallt fer fram á Nývangi. Barcelona fór þarna illa með ítalska liðið en bæði liðin spila í Meistaradeildinni í vetur.

Fótbolti