Fótbolti

Liverpool að íhuga að fá Bellamy aftur

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því í vikunni að Liverpool hafi mögulega áhuga á að fá Craig Bellamy aftur til liðs við félagið. Hann er nú á mála hjá Manchester City þar sem hann er í kuldanum hjá stjóranum Roberto Mancini.

Enski boltinn

Socrates á batavegi

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates er á batavegi eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku með magablæðingar.

Fótbolti

Eto'o er þakklátur Inter

Samuel Eto'o hefur sent Inter og stuðningsmönnum þess þakkarbréf fyrir þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann er nú genginn til liðs við Anzhi í Rússlandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti

Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út.

Íslenski boltinn

Leikmaður úr b-liði Barcelona valinn í spænska landsliðið

Vicente del Bosque, þjálfari Heims- og Evrópumeistara Spánverja hefur kallað á þrjá nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Chile og Liechtenstein í næstu viku. Þrír sterkir varnarmenn geta ekki spilað vegna meiðsla og því þurfti Del Bosque að kafa djúpt þegar hann valdi hópinn sinn.

Fótbolti

Barcelona, AC Milan, City og Dortmund gætu lent saman í riðli

Það verður dregið í Meistaradeildinni klukkan 15.45 í dag og verður hægt að fylgjast með honum í beinni sjónvarpsútsendingu hér inn á Vísi. Ensku liðin Manchester United, Chelsea og Arsenal eru öll í efsta styrkleikaflokki en róðurinn gæti orðið ansi þungur fyrir fjórða enska liðið, nýliðana í Manchester City.

Fótbolti

Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló.

Íslenski boltinn