Fótbolti

Doktorar í fallbaráttu á Íslandi

Fram og Grindavík björguðu sér enn á ný frá falli í lokaumferð þegar 22. umferð Pepsi-deildar karla fór fram á laugardaginn. Það kom því í hlut nýliða deildarinnnar, Þórs og Víkings, að falla aftur úr deildinni.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Þetta var fyrsta færið mitt í sumar

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni.

Íslenski boltinn

Higuaín með þrennu í sigri Real Madrid

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði þrjú mörk þegar Real Madrid vann 4-0 útisigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lærisveinar Jose Mourinho komust fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Fótbolti