Fótbolti

Mancini vill fá miklu meira frá Adam Johnson

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var ekkert að missa sig yfir góðri frammistöðu Adam Johnson í sigrinum á Wolves í enska deildarbikarnum í gær og ítalski stjórinn vill fá meira frá enska landsliðsvængmanninum.

Enski boltinn

Björn Bergmann orðaður við Fulham og Wolfsburg

Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög í enskum netmiðlum í dag. Björn er samningsbundinn norska liðinu Lilleström fram til ársins 2013 en hann er tvítugur og lék með ÍA á Akranesi áður en hann fór til Noregs.

Fótbolti

Man City ætlar ekki að gefa eftir í Tevez deilunni

Eigendur Manchester City ætla ekki að gefa þumlung eftir í deilu félagsins við Argentínumanninn Carlos Tevez. Eins og kunnugt er hefur Tevez ekkert leikið með félaginu frá því hann neitaði að fara inná sem varamaður í Meistaradeildinni á dögunum.

Enski boltinn

Andre Villas-Boas tileinkaði Terry sigurinn

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, tileinkaði John Terry 2-1 sigur Chelsea gegn Everton í deildarbikarkeppninni í gær. Chelsea tryggði sér sigur í framlengingu en Terry sem er fyrirliði Chelsea var ekki í leikmannahópnum. Enska knattspyrnusambandið rannsakar þessa dagana mál sem tengist Terry en hann er ásakaður um kynþáttahatur í garð Anton Ferdinand varnarmanns QPR.

Enski boltinn

Henning Berg rekinn frá Íslendingaliðinu Lilleström

Íslensku fótboltamennirnir, Stefán Logi Magnússon, Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Gíslason fá nýjan þjálfara á næstu dögum. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Henning Berg verði rekinn í dag sem þjálfari Lilleström. Berg er einn þekktasti fótboltamaður Norðmanna enda var hann í Manchester United þegar liðið sigraði í Meistaradeild Evrópu árið 1999.

Fótbolti

Gummi Steinars.:Hjartað fékk að ráða för

Keflvíkingar fengu góðar fréttir í gær þegar Guðmundur Steinarsson ákvað að framlengja samning sinn við Keflavík í eitt ár til viðbótar. Guðmundur hafði verið sterklega orðaður við önnur lið, svo sem Val og Breiðablik, en hann ákvað á endanum að halda sig við heimahagana.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Besta ár landsliðsins frá upphafi

„Þetta var frekar öruggt. Við spiluðum frábæran leik fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins. Spiluðum vel, sköpuðum fullt af færum og allt eins og það á að vera,“ sagði hamingjusamur þjálfari kvennalandsliðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir 0-2 sigur á Norður-Írum í Belfast í gær.

Fótbolti

Sterkur útisigur hjá norsku stelpunum

Norska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Belgum, 0-1, í kvöld en liðin spila í sama riðli og Ísland. Í ljósi þess að íslenska liðið missteig sig gegn Belgum á heimavelli hefðu stelpurnar vel þegið að norska liðið gerði slíkt hið sama í Belgíu.

Fótbolti

AC Milan hækkaði launin hjá þjálfaranum sínum

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, er greinilega að standa sig vel í starfinu að mati yfirboðara hans því hann er búinn að fá 500 þúsund evru launahækkun. AC Milan er samt ekki tilbúið að gera nýjan samning við hann fyrr en eftir tímabilið.

Fótbolti