Fótbolti

Newcastle upp fyrir Chelsea og í 3. sætið - Demba Ba með þrennu

Newcastle hélt áfram ótrúlegu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri á Stoke á útivelli í lokaleik tíundu umferðar í kvöld. Newcastle hefur enn ekki tapað leik í deildinni (6 sigrar, 4 jafntefli) og komst upp fyrir Chelsea og í 3. sætið með þessum sigri sem var sá fjórði í síðustu fimm leikjum liðsins.

Enski boltinn

Olsen verður áfram með Dani

Morten Olsen framlengdi í dag samning sinn við danska knattspyrnusambandið um 2 ár og þjálfar danska landsliðið fram yfir HM í Brasilíu 2014. Olsen tók við Dönum 1. júlí 2000 en tilkynnti í nóvember í fyrra að hann myndi hætta í haust.

Fótbolti

Doncaster þorir að veðja á Diouf

Það verður seint sagt að það hafi verið slegist um þjónustu Senegalans El-Hadji Diouf síðustu daga. Leikmaðurinn hefur verið samningslaus síðan í sumar og hann samdi í dag til þriggja mánaða við B-deildarlið Doncaster Rovers.

Enski boltinn

Messi: Mér er alveg sama hver skorar

Hinn hógværi Argentínumaður, Lionel Messi, hrósaði liðsfélögum sínum í hástert um helgina en hann skoraði þá þrennu gegn Mallorca. Það var þriðja þrennan hans í vetur.

Fótbolti

Moratti: Gengið er ekki Ranieri að kenna

Það hefur ekkert gengið hjá Inter í vetur og þjálfaraskipti snemma veturs hafa litlu breytt fyrir félagið. Massimo Moratti, forseti Inter, vill þó ekki kenna núverandi þjálfara, Claudio Ranieri, um gengið síðustu vikur.

Fótbolti

Scharner: Þetta var hugguleg dýfa hjá Suarez

Paul Scharner, leikmaður WBA, hefur nú bæst í hóp þeirra manna sem gagnrýna Úrúgvæjann Luis Suarez fyrir að dýfa sér á knattspyrnuvellinum. Scharner er allt annað en sáttur við vítið sem Suarez fiskaði gegn WBA um helgina.

Enski boltinn

Fagnaðartilburðir Stjörnumanna vekja enn athygli

Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann.

Íslenski boltinn