Fótbolti

Fótboltadómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella

Mistök dómara eru oftar en ekki helsta umræðuefnið eftir fótboltaleiki. Það er áhugavert að rýna í niðurstöður af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á störfum atvinnudómara í efstu deildum á Englandi. Dómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella og aðstoðardómararnir eru með enn betri tölfræði á bak við sig. Þeir hafa rétt fyrir sér í 99,3% tilvika.

Enski boltinn

Leikur Englands og Hollands sýndur beint á Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á vináttulandsleik Englendinga og Hollendinga sem fer fram á Wembley á morgun klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Báðar þjóðir eru meðal fimm efstu á heimslistanum og þykja til alls líklegar á Evrópumótinu í sumar.

Fótbolti

Neymar: Ronaldinho mælti með Barcelona

Brasilíumaðurinn Neymar hefur gefið vísbendingu um að hann muni á endanum ganga til liðs við Barcelona á Spáni. Þessi tvítugi kappi er nú á mála hjá Santos í heimalandinu en hann þykir einn efnilegasti knattspyrnumaður heims.

Fótbolti

Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

Íslenski boltinn

Krísufundur hjá Inter

Það var krísufundur hjá ítalska félaginu Inter í dag þegar Massimo Moratti, forseti Inter, settist niður með þjálfaranum, Claudio Ranieri.

Fótbolti

John Henry ánægður með Kenny Dalglish

John Henry, eigandi Liverpool, var vitanlega hæstánægður með að félagið hafi borið sigur úr býtum í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fyrsti titill félagsins síðan að Henry tók við félaginu árið 2010.

Enski boltinn

Tíu milljarða hagnaður Arsenal

Arsenal hagnaðist vel á sölu þeirra Cesc Fabregas og Samir Nasri en félagið hefur tilkynnt hagnað upp á tæpa tíu milljarða króna fyrir fyrri hluta núverandi rekstrarárs, frá maí til nóvember 2011.

Enski boltinn

Diarra samdi við Fulham

Mahamadou Diarra, fyrrum leikmaðu Real Madrid, hefur samið við Fulham í ensku úrvalsdeildinni og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar.

Enski boltinn

Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa

Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum.

Enski boltinn

Sjöundi sigur Dortmund í röð

Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag.

Fótbolti