Fótbolti

Gömlu liðsfélagar Eggerts unnu skoska bikarinn

Hearts tryggði sér skoska bikarinn í dag með ótrúlegum 5-1 sigri á Hibernian í úrslitaleik á Hampden Park en þarna voru tvö Edinborgarliðið að mætast. Eggert Gunnþór Jónsson lék með Hearts til áramóta þegar hann fór til enska liðsins Wolves. Hann náði því ekki að spila neinn bikarleik á tímabilinu.

Fótbolti

Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

Fótbolti

Ole Gunnar tekur ekki við liði Aston Villa

Ole Gunnar Solskjær hélt blaðamannafund í Molde í dag þar sem að hann tilkynnti norskum blaðamönnum að hann ætlaði ekki að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa heldur halda áfram sem þjálfari Molde.

Enski boltinn

Swansea þarf væntanlega að tvöfalda félagsmetið til að kaupa Gylfa

Eins og kom fram í gær þá stefnir allt í það að Swansea City sé að ná samningum við þýska liðið Hoffenheim um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Stjórnarmaðurinn Huw Jenkins eyddi síðustu dögum í Þýskalandi við að reyna að semja um kaupverð og velskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að það sé stutt í að samningar náist.

Enski boltinn

Sir Alex fluttur á sjúkrahús

The Sun segir frá því að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi verið fluttur á sjúkrahús í Glasgow í gærkvöldi eftir að hafa fengið svakalegar blóðnasir. Ferguson er orðinn sjötugur en hann var í Glasgow í tilefni af 40 ára afmælis sigurs Rangers í Evrópukeppni bikarhafa árið 1972.

Enski boltinn

Vaz Te skaut West Ham upp í úrvalsdeildina

Ricardo Vaz Te tryggði West Ham 2-1 sigur á Blackpool í dag í úrslitaleik umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok. Vaz Te kom til West Ham í janúarglugganum og hefur raðað inn mörkum en ekkert þeirra var jafn mikilvægt og markið hans á Wembley í dag.

Enski boltinn

Búinn að verja víti sex sumur í röð

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslandsmeistara KR, var hetja sinna manna í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar hann varði víti frá Matt Garner í uppbótartíma og sá til þess að KR vann leikinn 3-2 og þar með sinn fyrsta deildarsigur í sumar.

Íslenski boltinn

Hamann: Bayern mun ekki ráða við Drogba

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og þýska landsliðsins, spáir því að Chelsea vinni Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og ástæðan fyrir því sé Didier Drogba.

Fótbolti

Pepsi-mörkin extra: Kjartan Henry kennir Hjörvari hvernig á að taka víti

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður Pepsideildar karla að loknum þremur umferðum. Framherjinn úr KR skoraði þrennu í 3-2 sigri gegn ÍBV í síðustu umferð og öll mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Hann er sá fyrsti sem nær slíkri þrennu í efstu deild. Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport brá sér í Frostaskjólið og fékk Kjartan til þess að fara yfir það hvernig best er að taka vítaspyrnur.

Íslenski boltinn

Park: Ég vil klára ferilinn hjá United

Það bendir flest til þess að Ji-Sung Park sé á leiðinni frá Manchester United þótt að hann vilji sjálfur spila áfram með liðinu. Park á eitt ár eftir af samningi sínum en nýjustu sögusagnirnar eru að hann verði skiptimynt í kaupum United á Sjinji Kagawa hjá Dortmund.

Enski boltinn

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram á Villa Park

Leikur Englandsmeistara Manchester City og bikarmeistara Chelsea um Samfélagsskjöldinn í haust mun ekki fara fram á Wembley heldur á Villa Park í Birmingham. Leikurinn á að fara fram 12. ágúst eða daginn eftir að úrslitaleikurinn í fótboltakeppni Ólympíuleikanna fer fram á Wembley.

Enski boltinn

Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.

Fótbolti

Bandaríska kvennadeildin í fótbolta lögð endanlega niður

Nú er útséð með framtíð bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta en forráðamenn deildarinnar hafa ákveðið að leggja deildina endanlega niður. 2012-tímabilið var flautað af í janúar en bundnar voru vonir við að deildin yrði endurvakin á næsta ári en svo verður ekki.

Fótbolti