Fótbolti

Kóngurinn í Kænugarði afgreiddi Svía

Gamla brýnið Andriy Shevchenko sýndi gamla takta í kvöld er hann skoraði tvö mörk fyrir Úkraínumenn og tryggði þeim sigur á Svíum, 2-1. Frábær byrjun hjá heimamönnum í Kænugarði.

Fótbolti

Dauft jafntefli hjá Englendingum og Frökkum

Englendingar og Frakkar gerðu jafntefli, 1-1, í fyrri leik dagsins á EM. Þetta var fyrsti leikur liðanna í D-riðli og Englendingar nokkuð sáttir við stigið enda ekki við miklu búist af þeim á mótinu. Frakkar eru nú búnir að spila 22 leiki í röð án þess að tapa.

Fótbolti

Redknapp: Má ekki vanmeta England

Harry Redknapp, sem var svo sterklega orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Fabio Capello var rekinn í vetur, segir að Englendingar séu með sterkan hóp leikmanna á EM.

Enski boltinn

Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi

Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni.

Íslenski boltinn

Dagur 3 á EM í fótbolta í myndum

Króatar byrja vel á EM og eru á toppnum eftir fyrstu umferðina í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur á Írum í kvöld. Spánverjar og Ítalir gerðu aftur á móti 1-1 jafntefli í fyrri leik dagsins.

Fótbolti

Fabregas spilaði fremstur: Þetta kom mér á óvart

Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, kom mörgum á óvart í upphafsleik liðsins á EM í dag með því að láta Cesc Fabregas spila fremstan í 1-1 jafnteflinu á móti Ítalíu. Menn eins og Fernando Torres, Alvaro Negredo og Fernando Llorente þurftu fyrir vikið að sitja á bekknum.

Fótbolti

Vicente del Bosque kenndi þurrum velli um

Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, var ósáttur með leikvöllinn í Gdansk í dag þegar Spánverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli á móti Ítölum í fyrsta leik sínum á EM. Spænska liðið var fyrir leikinn búið að vinna fjórtán mótsleiki í röð.

Fótbolti

Þór/KA með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þór/KA er komið með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellingum í kvöld. Norðanstúlkur hafa unnið alla þrjá útileiki sína í sumar og eru númar ná í 16 stig af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðunum.

Íslenski boltinn

Roy Hodgson: Hræðumst ekki Frakkana

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er mjög bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem er nýhafið í Póllandi og Úkraínu.

Fótbolti

Tapið á móti Dönum þarf ekki að boða slæmt fyrir Hollendinga

Hollenska landsliðið byrjaði ekki vel á EM í fótbolta í gær þegar liðið tapaði 0-1 á móti Danmörku í fyrsta leik sínum í keppninni. Hollendingar geta þó hughreyst sig með því að fletta sögubókunum því síðast þegar þeir töpuðu fyrsta leik á EM þá fóru þeir alla leið og urðu Evrópumeistarar í fyrsta og eina skiptið.

Fótbolti

Trapattoni: Við getum gert eins og Chelsea

Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins, horfir til Chelsea-liðsins þegar kemur að því að tala trúnna í sína menn fyrir Evrópumótið í fótbolta. Írar mæta Króötum í fyrsta leiknum sínum í kvöld en það búast ekki margir við því að írska landsliðið eigi möguleika í C-riðli á móti Spáni, Ítalíu og Króatíu.

Fótbolti

Allt í góðu milli leikmanna Barca og Real í spænska liðinu

Vicente Del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins og leikmennirnir Iker Casillas og Andres Iniesta hafa engar áhyggjur af því að gamlar deilur milli leikmanna Barca og Real í spænska landsliðinu skemmi fyrir liðinu á EM. Spánverjar mæta Ítölum í sínum fyrsta leik í dag.

Fótbolti