Fótbolti

Prandelli: Við áttum skilið að vinna

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala, var að vonum himinlifandi eftir sigur sinna manna á Englandi. Hann sagði að sitt lið hefði átt sigurinn skilið og hafði talsvert til síns máls.

Fótbolti

Gerrard: Getum farið stoltir heim

Steven Gerrerd, leikmaður enska landsliðsins, var að vonum virkilega svekktur eftir að England hafði dottið út úr Evrópukeppninni í knattspyrnu. Ítalía vann England eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum.

Fótbolti

Neville: Menn mega ekki láta Balotelli trufla einbeitinguna

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins, hefur rætt við leikmenn enska landsliðsins og ráðlagt þeim að forðast samskipti við Mario Balotelli, leikmann Ítalíu, þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu síðar í dag.

Fótbolti

Joey Barton fær eitt tækifæri í viðbót hjá QPR

Vandræðagemsinn Joey Barton, leikmaður QPR, mun að öllum líkindum verða í herbúðum félagsins á næsta tímabili, þrátt fyrir að hafa orðið sér og félaginu til skammar í síðasta leik tímabilsins. Barton fékk rautt spjald fyrir olnbogaskot sem hann gaf Carlos Tevez.

Enski boltinn

Blanc vill ekki ræða framtíðina

Franski landsliðsþjálfarinn, Laurent Blanc, var þögull um framtíð sína eftir tapið gegn Spáni í gær. Samningur Blanc við franska knattspyrnusambandið er að renna út.

Fótbolti

Þjálfari Spánverja hrósaði Alonso

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hélt upp á 100. landsleikinn sinn með stæl í kvöld er hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Spánverja á Frökkum í átta liða úrslitum EM.

Fótbolti

Xavi bætti sendingamet Zidane

Miðjumaður spænska landsliðsins, Xavi, er ótrúlegur leikmaður og hann setti magnað met á EM í kvöld. Hann fær að minnsta kosti einn leik í viðbót til þess að bæta við metið.

Fótbolti

Portúgalar eiga von á sekt frá UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á hegðun portúgalskra stuðningsmanna í leiknum gegn Tékkum. Portúgalar gætu átt von á sekt frá UEFA vegna stuðningsmannanna.

Fótbolti

Markalaust á Ísafirði

BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari.

Íslenski boltinn

Nasri hugsanlega á bekknum í kvöld

Svo gæti farið að Samir Nasri missi sæti sitt í byrjunarliði franska landsliðsins í kvöld gegn Spánverjum þar sem hann lenti í útistöðum við annan leikmann franska liðsins.

Fótbolti