Fótbolti

Börsungar vilja Alba en ekki Drogba

Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, gefur lítið fyrir orðróm þess efnis að Dider Drogba sé á leið til félagsins. Hann staðfesti hins vegar að félagið væri á eftir Jordi Alba, vinstri bakverði Valencia.

Fótbolti

Löw: Við þurfum á Schweinsteiger að halda

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að nota Bastian Schweinsteiger í undanúrslitaleiknum á móti Ítölum þótt að miðjumaðurinn sé að glíma við ökklameiðsli. Schweinsteiger gat ekki æft í nokkra daga eftir Grikklandsleikinn en var með á æfingu í gær.

Fótbolti

Pabbi Gylfa í viðtali: Gylfi gat ekkert skotið á markið í allan vetur

Sigurður Aðalsteinsson faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar var í spjalli i þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun, þar sem hann fór yfir ferilinn hjá stráknum. Mörg stór félög eru á eftir íslenska landsliðsmanninum en Sigurður segir að ekkert skýrist í hans málum fyrr en um mánaðarmótin. Gylfi var orðaður við Tottenham í þýskum fjölmiðlum í gærkvöldi.

Enski boltinn

Breska lögreglan rannsakar twitter-árásir á Cole og Young

Ensku landsliðsmönnunum Ashley Cole og Ashley Young var úthúðað á twitter eftir að þeir brenndu af vítum í vítakeppninni á móti Ítalíu í átta liða úrslitum EM. Þetta gekk svo langt að breska lögreglan hefur hafið lögreglurannsókn meðal annars vegna kynþáttaníðs í skjóli twitter.

Fótbolti

Drogba orðaður við Barcelona

Framherjinn Didier Drogba er orðaður við spænska félagið Barcelona í spænskum fjölmiðlum í kvöld. Drogba, sem nýverið samdi við Shangai Shenhua í Kína, má yfirgefa félagið bjóðist honum að ganga til liðs við Börsunga.

Fótbolti

Liðsfélagi Haraldar hjá Sarpsborg barinn í spað

Alvaro Baigorri, liðsfélagi Haraldar Björnssonar hjá norska félaginu Sarpsborg 08, varð fyrir fólskulegri árás í miðbæ Sarpsborg um helgina. Baigorri er allur blár og marinn eftir árásina en slapp þó ótrúlega vel. Sarpsborg Arbeiderblad sagði frá þessu.

Fótbolti

Arsenal meistari í Argentínu

Arsenal, eða Arsenal de Sarandí eins og það heitir, varð í gær argentínskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Arsenal tryggði sér sigur í deildinni með því að vinna 1-0 sigur á Belgrano de Córdoba í lokaumferðinni.

Fótbolti