Fótbolti

Zlatan bjargaði stigi fyrir PSG

Zlatan Ibrahimovic kom í veg fyrir neyðarlegt tap í fyrsta leik sínum fyrir Paris Saint German í gærkvöldi. Zlatan sem kom til liðsins frá Milan skoraði tvö mörk í jafntefli liðsins við Lorient.

Fótbolti

Bannað að taka við bronsinu sínu

Landslið Suður-Kóreu vann brons í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í London en einn leikmanna liðsins var þó hvergi sjáanlegur þegar Kóreumenn tóku við bronsinu sínu í gær. Alþjóðaólympíunefndin útilokaði hann nefnilega frá verðlaunaafhendingunni eftir að leikmaðurinn varð uppvís að því að veifa fána með pólitískum skilaboðum eftir sigurinn á Japan í leiknum um 3. sætið.

Fótbolti

Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag

Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2

Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið.

Íslenski boltinn

Unnu bronsið og sluppu við herþjónustu

Suður-kóreska fótboltalandsliðið vann fyrstu verðlaun þjóðar sinn í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær þegar liðið lagði Japan 2-0 í bronsleiknum á ÓL í London. Leikmenn liðsins fengu ekki bara bronsið að launum eftir sigurinn.

Fótbolti

Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar.

Enski boltinn

Þórsarar upp í annað sætið - Chijindu með bæði mörkin

Þórsarar eru komnir upp í annað sætið í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingum í Ólafsvík í dag en Ólafvíkur-Víkingar eru engu að síður með tveggja stiga forskot á toppnum. Þórsarar eiga leik inni og eru í góðum málum í baráttu sinni fyrir að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Birkir Már lagði upp tvö mörk í sigri Brann

Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp tvö fyrstu mörk Brann í 3-2 sigri á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Næsti leikur Birkis er með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn.

Fótbolti

Mexíkó vann á Wembley - bið Brasilíu eftir Ólympíugulli lengist enn

Mexíkó kom flestum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Brasilíu í úrslitaleik knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum í London en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í dag. Mexíkó lék án sinnar stærstu stjörnu, Giovani Dos Santos, sem gat ekki spilað vegna meiðsla, en það kom ekki að sök og mexíkóska liðið vann nokkuð sannfærandi sigur eftir að hafa skorað fyrra markið sitt eftir aðeins 28 sekúndna leik.

Fótbolti

Sölvi Geir missir af leiknum gegn Færeyjum

Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí.

Íslenski boltinn

Mancini: City búið að hafna fullt af tilboðum í Balotelli í sumar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er búinn að staðfesta það að City hafi hafnað mörgum tilboðum í ítalska framherjann Mario Balotelli í sumar. Balotelli, sem er aðeins tvítugur, sló í gegn á EM í júní þar sem hann skoraði þrjú mörk þar af tvö þeirra í sigri á Þjóðverjum í undanúrslitaleiknum.

Enski boltinn