Fótbolti

Wenger: Alex Song gæti líka verið á förum frá Arsenal

Barcelona hefur áhuga á Arsenal-miðjumanninum Alex Song og það er ekki að heyra annað en að Arsène Wenger, stjóri Arsenal, sé tilbúinn að selja annan lykilmann liðsins á stuttum tíma. Alex Song er 25 ára Kamerúnmaður sem hefur verið hjá Arsenal síðan að hann var 17 ára gamall.

Enski boltinn

Mancini: Manchester United með besta framherjaparið í deildinni

Roberto Mancini, stjóri Englandsmeistara Manchester City, er harður á því að nágrannarnir úr Manchester United séu sigurstranglegasta liðið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þrátt fyrir að flestir spái City sigri og aðalástæðan er að United hafði betur en City í baráttunni um hollenska framherjann Robin van Persie.

Enski boltinn

Wenger vildi að van Persie færi til PSG

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hafi helst viljað selja hollenska framherjann Robin van Persie til einhvers annars liðs en Manchester United. Það er ekki algengt að framherjar séu seldir frá Arsenal til Man Utd en það gerðist síðast árið 1981 þegar Frank Stapleton fór frá Arsenal til Man Utd.

Enski boltinn

Zenit vill fá Berbatov til Rússlands

Rússneska meistaraliðið Zenit frá St. Pétursborg hefur áhuga á að semja við búlgarska framherjann Dimitar Berbatov. Hinn 31 árs gamli Berbatov hefur ekki fengið mörg tækifæri með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United að undanförnu og engar líkur eru á því að hann verði valkostur hjá Sir Alex Ferguson eftir að hann keypti Robin van Persie frá Arsenal.

Enski boltinn

Drillo óttast að mæta Íslendingum í fyrsta leik

Egil "Drillo“ Olsen, þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að liðið hafi ekki getað fengið erfiðari byrjunarleik í undankeppni HM 2014. Norðmenn mæta Íslendingum þann 7. september á Laugardalsvelli í fyrstu umferð. "Við hefðum ekki getað fengið erfiðari byrjun,“ segir "Drillo“ Olsen í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten.

Fótbolti

KR með hreðjatak á Stjörnunni

Stjarnan og KR mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu á morgun. KR á titil að verja en Stjarnan hefur aldrei áður leikið til úrslita. Von er á spennandi leik enda hefur þremur síðustu leikjum liðanna lyktað með jafntefli.

Íslenski boltinn

Weston: Er miður mín en ekki reiður út í KR

„Fjárhagslegar aðstæður félagsins hafa breyst og ég er einn af launahæstu leikmönnum félagsins. Þeir þurfa að skera niður og spurðu mig að því hvort við gætum ekki komist að samkomulagi um starfslok," sagði varnarmaðurinn Rhys Weston sem er á förum frá KR.

Íslenski boltinn

Tyresö felur peningana

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika.

Fótbolti

Alfreð: Draumur að spila fyrir Van Basten

"Svona er boltinn. Hlutirnir eru fljótir að breytast," sagði Alfreð Finnbogason við Vísi en hann samdi óvænt við hollenska félagið Heerenveen í kvöld en fyrr í vikunni var hann á leið til sænska félagsins Helsingborg.

Fótbolti

Alfreð Finnbogason til Heerenveen

Framherjinn Alfreð Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen. Frá því er greint á heimasíðu félagsins.

Fótbolti

Bandaríkin lögðu Mexíkó í 25. tilraun

Leikmenn karlaliðs Bandaríkjanna fögnuðu 1-0 sigrinum á Mexíkó í gærkvöldi líkt og liðið hefði unnið stóran titil. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli gegn erkifjendunum frá upphafi eða í 25 leikjum.

Fótbolti

Råsunda kvaddur með söknuði

Svíar töpuðu 3-0 gegn Brasilíu í gærkvöldi í síðasta landsleiknum sem fram fer á þjóðarleikvanginum Råsunda. Leikvanginn á að rífa og byggja nýjan í um eins kílómetra fjarlægð.

Fótbolti

Hungurverkfall Pesoli á enda

Ítalski knattspyrnumaðurinn Emanuele Pesoli batt í gær enda á vikulangt hungurverkfall sitt. Pesoli var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára bann frá knattspyrnu fyrir sinn þátt í hagræðingu úrslita í leik með Siena í ítölsku deildakeppninni.

Fótbolti

Lars Lagerbäck: Gunnleifur og Hannes eru mjög jafnir

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, hrósaði markvörðunum Gunnleifi Gunnleifssyni og Hannesi Þór Halldórssyni á blaðamannafundi eftir sigurinn á Færeyjum í gær. Hannes hefur byrjað leikina að undanförnu en Gunnleifur fékk tækifærið í gærkvöldi og hélt hreinu.

Íslenski boltinn

Nær Þór/KA sex stiga forskoti?

Þór/KA getur stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld þegar liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöllinn. Þór/KA, sem er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum, nær sex stiga forskoti á Íslandsmeistara Stjörnunnar með sigri en aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn

Kolbeinn: Er ekki kominn í toppform

"Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins.

Íslenski boltinn