Fótbolti

Arsenal slátraði Southampton

Arsenal fylgdi á eftir góðum útisigri á Liverpool í síðustu umferð með stórsigri á nýliðum Southampton. Lokatölurnar urðu 6-1 í leik þar sem gestirnir voru óvenju gjafmildir.

Enski boltinn

Zlatan skoraði og PGS hoppaði upp í 3. sæti

Paris Saint-Germain er loksins að vakna til lífsins í franska fótboltanum eftir að hafa gert jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. PSG vann 2-0 heimasigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Fótbolti

Gunnar Heiðar og félagar unnu góðan útisigur

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Norrköping unnu 2-1 útisigur á Syrianska FC í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Norrköping-liðið er í 5. sæti deildarinnar eftir þennan sigur en liðið var búið að vera tapa stigum í undanförnum leikjum.

Fótbolti

OB steinlá fyrir botnliðinu í fyrsta leiknum án Rúriks

OB Odense byrjar ekki vel án landsliðsmannsins Rúriks Gíslasonar sem félagið seldi á dögunum til danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar. Rúrik tryggði OB 2-2 jafntefli á móti FCK í sínum síðasta leik með OB en hann var fjarri góðu gamni í kvöld þegar OB-liðið heimsótti botnlið Esbjerg.

Fótbolti

Robben: Ég þarf að vera eigingjarnari

Hollendingurinn Arjen Robben, leikmaður Bayern München, viðurkennir að hafa ekki verið upp á sitt besta á síðustu leiktíð. Hann telur sig þurfa að vera eigingjarnari til að ná sér aftur á strik.

Fótbolti

Allegri: Ég finn til með Conte

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, finnur til með kollega sínum, Antonio Conte þjálfara Juventus, sem dæmdur var í tíu mánaða leikbann í uppafi leiktíðar.

Fótbolti

Allar með á æfingu nema Rakel Hönnudóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru báðar með á æfingu kvennalandsliðsins í dag og það er mikil bjartsýni í íslenska hópnum um að þær geti báðar verið með á móti Norður-Írlandi á morgun í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sigur tryggir íslenska liðinu í það minnsta þátttökurétt í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.

Íslenski boltinn

Wenger: Þeir sem eru ósáttir mega fara

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á því að vera með menn í sínu liði sem eru ekki tilbúnir að gefa allt fyrir félagið. Hann segir að ef einhver sé ósáttur verði sá hinn sami að fara.

Enski boltinn

Möguleiki á fullum bata hjá Kolbeini

Kolbeinn Sigþórsson fer í dag í aðgerð á öxl sem hann hefur verið að hlífa svo árum skiptir. Fram undan eru mikilvægir leikir með bæði félagsliði Kolbeins og íslenska landsliðinu sem hann missir af. "Ansi erfitt að taka þessu,“ segir hann.

Fótbolti

Lærið í lagi en ökklinn teygður hjá Katrínu fyrirliða

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands-liðsins, er bjartsýn á að geta tekið þátt í afar mikilvægum landsleikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM. Katrín æfði ekki með liðinu í gær en það var þó vegna annarra meiðsla en ógnuðu þátttöku hennar í lokaleikjum undankeppninnar.

Íslenski boltinn

Margrét Lára fer í aðgerð við fyrsta tækifæri

Margrét Lára Viðarsdóttir er komin til móts við íslenska kvennalandsliðið og verður væntanlega með í mikilvægum leikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi. Markahæsti leikmaður liðsins var ekki í hópnum til að byrja með vegna meiðsla en tók þátt í síðasta leik Kristianstad og landsliðsþjálfarinn kallaði á hana í framhaldinu.

Íslenski boltinn